Af RYÐI í HÖRPU-strengjum

Myndin er af ryðgaðri einingu í norðurhlið Hörpu (RÓS17/3/10)

Um miðjan  s.l.mars fór  blaðamaður  DV Helgi Hrafn G. í Hörpu (sjá grein- HARPA RYÐGAR-17/3/10) ásamt ljósmyndara (RÓS) og skoðaði ryðskemmdir og tæringu sem komið  höfðu fram  í stálvirki  í norðurhliðum  hússins (sjá eina af myndum –RÓS-). Hönnunarstjóri Hörpu talaði um ýmsa galla, skemmdir í stáli s.s. sem yrðu ekki vandamál  og gerði lítið úr þessu. Sagði að þetta yrði lagað seinna og málað yfir ryðskemmdirnar áður en verkinu lyki.

Kínverjarnir sáust svo til allan  aprílmánuð  vera að skafa og hreinsa stáleiningarnar. Arkitektar sem  þekkja  ryðvandamál  og fylgst hafa með, hafa  áhyggjur af því að enn lúri ryðdraugur  undir gleri  sem vaknað getur við áreiti (rakt loft, sveiflur í hita inni og úti og saltur sjávarúði). Óþarfi er að nefna hugsanlega  bresti eða rúðubrot og galla í ísetningu (sílikón) og þéttingu.  Eins beinist hugurinn að þensluraufum  sem hljóta að vera víða í húsinu. Gæti ekki  rakaloft smogið í gegn um sprungur  í örfínum  misfellum?  Hvað gæti gerst við jarðskjálfta upp á  t.d. 5 R. ?

Fróðlegt væri að fá að sjá verklýsingu af ryðhreinsun stálsins (Hvernig var stálið  hreinsað nákvæmlega?).  Bent var á að það væri ekki galvanhúðað, heldur  málað sérstakri málningu. Þá málningu  mátti svo plokka  af burtteknu einingum  suðurveggjar.  Arkitekt Seðlabanka G.Kr.G. hefur  lýst reynslu af ryði  þar á bæ í grein  hér á undan.

BENT  ER Á  AÐ BÆTST HEFUR Í SVÖR OG SPURNINGAR UM  HÖRPUMÁL:

Svör  Dr. Ríkharðs K. og  Arkitekts Sigurðar E. við greinunum:  Um HÖRPU-raddir…… og Haugamatsveggur  Hörpu.

Sjá  sérstaklega  svör Dr. R.K. við eftirfarandi spurningum  í grein á undan:

 1. NOKKRAR SPURNINGAR TIL ÞÍN (Dr. R.K.) SEM HÖNNUNARSTJÓRA HÖRPU OG VERKEFNISSTJÓRA GLERHJÚPS HÖRPU

1) Af hverju var enginn sendur til eftirlits af verkkaupa, þegar verið var að smíða grindina eins og gert er t.d. við skipasmíðar ?

2) Opinberlega hefur verið sagt að Kínverjarnir beri að MESTU kostnaðinn við gallaða suðurvegginn (í fréttatilkynningu í RÚV 4/8/10- S.R.R. frá ÍAV). Hverjir bera hinn hlutann ?
Hvað segir þú um það sem fulltrúi ÍAV?

3) 26/8/10 sagði Austurhöfn Herði Kristinsyni á VB að glerhjúpurinn kostaði 3.2 milljarða eða sem samsvarar 150 meðalíbúðum á höfuðborgarsvæðinu.  Kostnaðurinn við hönnun og verkfræðivinnu var ekki uppgefinn.
Hver er hann ?

4) Af hverju var haldið áfram að byggja upp vegginn til byrjunar ágústs 2010 þó vitað væri, um vorið, að hann væri gallaður?

5) Alþjóð veltir mikið fyrir sér veggnum og göllunum. Ætlar þú að senda til fjölmiðla pistilinn sem þú sendir okkur arkitektunum?

6) Hvað var því til fyrirstöðu að við arkitektarnir fengjum að sjá sérteikningar af Hörpu ? T.d. sérteikningar af glerhjúpnum ?———

ANNAÐ TENGT HÖRPU:

NB: Eftirkomendur okkar sem fá óútfylltu HÖRPU-víxlana í fangið,  koma  til með að spyrja foxillir  ýmissa spurninga. — Ástralskir frétta-og sjónvarpsmenn sem komu hingað í fyrra , gagngert  til kynna sér hrunið og kreppuna, spurðu furðu lostnir hvort við værum virkilega að byggja  tónlistarskrauthýsi eftir hrunið?–  Þetta fannst þeim mikið  heimsundur hjá 320 þúsund  manna  kreppusligaðri  þjóð og mynduðu  bak og fyrir. – En þeir föttuðu það eðlilega  ekki  hve einstakir í heiminum við erum.

PS: Danskmenntaður kollegi sagði við undirritaðan á dögunum að það væri skondið að glerhjúpshönnuðurinn  hefði ekkert tjáð sig um málið og allan  kostnaðinn við hjúpinn. Hvað fékk hann t.d. í hönnunarþóknun?

Einnig kvað hann  það merkilegt  að hann sé sagður  íslenskur á  Íslandi en danskur í Danmörku.  -Berlinske Tidende-  hafi  talað um  HÖRPU sem danska  hönnun,  hannaða af  Dönum  fyrir  Íslendinga.

PS: Þann 18/2 var gerð á Hörpu-vænu  RÚV enn ein tilraunin til að stroka út 10 milljarðana afskrifuðu úr hugum manna.  Þurfti að ýta á RÚV til að leiðrétta. 10 milljarðarnir sem hefðu getað  nýst til arðbærrar og heilbrigðrar  uppbyggingar.

PS: Ég átti von á fínum  boðsmiða á “opnun” (sem 4 af 5 spurðum, trúa ekki á að standi). Miðinn  tefst eitthvað í pósti, trúi ég eða hvað haldið þið?.

Söluátakið við að selja 800 Hörpumiða, afgangstöluna umfram á þriðja þúsund boðs-miða, var spunaleikur gærdagsins .- Þetta hafa verið öftustu og aftari sætaraðirnar, sem ekki þóttu boðlegar fyrir “úrvalsliðið“.

PS: Áður eru komnar eru 5 greinar um Hörpu á vef AÍ. Af fleiru er að taka ef vilji er til.

Um  HÖRPU-raddir, SKAMMIR, ÞAGNIR & ÞAKKIR

Haugamatsveggur  Hörpu

Úr HÖRPU–ÆFINTÝRUM

PLOKKAÐ Í DÝRA HÖRPUSTRENGI

HOF & HARPA

Gkv-ÖH

4 Responses to Af RYÐI í HÖRPU-strengjum
 1. Örnólfur Hall
  mars 11, 2011 | 08:00

  130 MILLJÓNA HÖRPU-ÆFINTÝRI:

  Nýjasta frétt af stáss-bruðlinu í Hörpu eru sexstrendar glerplötur í hluta þaksins sem einginn sér nema Guð almáttugur og fólk á flugi (best úr þyrlu) og gestir sem kynnu að líta út um glugga á 7 hæð hússins.

  Guð veri með oss ef þakið færi svo að leka í veðuráhlaupi (Faxaflóaáhlaupin eru ekkert grín).
  „Gimmickin“ kostar 130 milljónir eða helming af því sem skorið var niður til Háskóla Íslands.

  Erum við enn á 2007-fylleríinu ? Brátt fer að líða að Hörpu-timburmönnunum sem yfirfærast á svo á eftirkomendur okkar a.m.k. næstu 35 árin.

 2. Örnólfur Hall
  mars 18, 2011 | 10:48

  Sæll Dr. Ríkharður ! -Takk fyrir svörin.

  Ég er sammála þér að leggjast ekki út í neinar þrætubókar-skriftir og það fari að vera kominn tími til að setja punkt a.m.k. í bili. Þótt ýmislegt sé ljósara þá er mörgum stórum spurningum um Hörpu ósvarað.- Ég á eftir að sakna þín ef þú hverfur alveg hér af vef-vellinum.

  SPURNINGARNAR UM HÖRPU:
  1) Af hverju var enginn sendur af verkkaupa til eftirlits, þegar verið var að smíða grindina eins og gert er t.d. við skipasmíðar ?
  Svar Dr. R.K.: ÍAV réði stórt, þekkt eftirlitsfyrirtæki til að hafa eftirlit með framleiðslunni í Kína. Fyrirtækið hefur alþjóðlega gæðavottun og sendi okkur reglulega úttektarskýrslur eins og vottunarferlið gerir ráð fyrir. Tekin voru sýni úr fyrstu stálsteypunni og þau prófuð í Tækniháskólanum í Karlsruhe og voru metin vera í lagi. ÍAV sendi síðan þáverandi verkefnisstjóra glerhjúpsins í margar eftirlitsferðir til Kína og verkkaupi sendi einnig sína fulltrúa. Öllum þessum aðilum yfirsást hins vegar skortur á seiglu í steypta stálinu.

  Svar ÖH: Þeir sem áttu að standa vaktina um stálgæðin voru s.s.: Eftirlitsfyrirtæki (?) með alþjóðlega gæðavottun, ÍAV, Lingyun og Tækniháskólinn í Karlsruhe. En samt fór þetta svona.
  Þetta er ótrúlegt, ekki traustvekjandi og hefði mátt ætla að vera einfalt mál: Í útboðinu hlýtur að hafa verið skýrt kveðið á um stálstaðalinn og auðvelt að fylgja því eftir á öllum stigum.
  Það er t.d. furðulegt að Þjóðverjunum með aldagamla stálreynslu hafi yfirsést.
  Reyndur uggandi verkfræðingur sagði við undirritaðan að það væri forvitnilegt að fá að sjá hver staðallinn er og að fá að sjá útboðið? – Það eru fleiri en arkitektar sem eru uggandi um Hörpu.

  2) Opinberlega hefur verið sagt að Kínverjarnir beri að MESTU kostnaðinn við gallaða suðurvegginn (í fréttatilkynningu í RÚV 4/8/10- S.R.R. frá ÍAV). Hverjir bera hinn hlutann ?

  Hvað segir þú um það sem fulltrúi ÍAV?

  Svar Dr. R.K.: Lingyun og framleiðendur glerhjúpsins bera allan beinan kostnað af endurgerð hjúpsins. Það er hins vegar svo að fyrir rétti reynist yfirleitt ómögulegt að sækja óbeinan kostnað, t.d. kostnað ÍAV af stjórnun verksins og eigin eftirliti. Þetta er hluti af íslenskum lögum um tryggingarvernd og er einnig í lögum um Viðlagatryggingu Íslands. Brunatryggingar bæta t.d. ekki óbeinan kostnað tjónþola. Óbeina kostnaðinn berum við hjá ÍAV og Portus en hann er tiltölulega mjög lítill miðað við heildarkostnaðinn.

  Svar ÖH: Við kollegarnir ætlum að fylgjast vel með hvernig kostnaðurinn dreifist nákvæmlega þegar þar að kemur.

  3) 26/8/10 sagði Austurhöfn Herði Kristinsyni á VB að gler-hjúpurinn kostaði 3.2 milljarða eða sem samsvarar 150 meðalíbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaðurinn við hönnun og verkfræðivinnu var ekki uppgefinn.

  Hver er hann ?

  Svar Dr. R.K.: Samningurinn um glerhjúpinn er svokallaður „design and build“ samningur þannig að Lingyun á að annast deilihönnun, framleiðslu og uppsetningu hjúpsins. Samningurinn gerir ekki ráð fyrir því að Lingyun upplýsi um einstaka liði eins og hönnunarkostnað og við þekkjum hann því ekki.

  Svar ÖH: Spurt var um kostnað glerhjúpsins: smíði, hönnun, verkfræðivinnu ?
  Þeir sem koma að hjúpmálum eru: 1) Ólafur Elíasson og hans fólk. Hver er hans hönnunarþóknun? 2) Kínverska fyrirtækið Lingyun: Ekki uppgefið í samningi.*) 3) ÍAV c/o Austurhafnarverkefnið 4) Eftirlitsfyrirtæki (?) með alþjóðlega gæðavottun 5) TH Karlsruhe : Hver er þeirra hlutur?
  Hverjir komu að og skrifuðu upp á vinnuteikningarnar 8000 sem forsvarsmenn (t.d. SRR c/o Austurhöfn) Hörpu hömpuðu svo mikið t.d. Mbl.16/2/10 og íslenskir arkitektar máttu ekki sjá.

  *) Kínverjar gera „design and build“ samning, segir þú, og gera ekki ráð fyrir upplýsingum um hönnunarkostnað (leyndarmál?). Myndirðu vilja spyrja Lingyun fyrir okkur forvitna arkitekta?
  Er það virkilega svo að alþjóð sem borgar brúsann fær aldrei að vita nákvæmlega um heildarkostnaðinn á glerhjúpnum???

  NB: Hagvís arkitekt með reynslu í byggingarkostnaði, með verkfræðingshjálp, hefur útreiknað að hjúpurinn kosti með öllu um 4 milljarða (3.2+0.8 M) og að Harpa sé nú í 32.5-34 milljörðum en ekki í 27 milljörðum (Lengi (2009-2011) tíunduð opinber tala. Stundum sögð 27.5 milljarðar ).
  Óbeint tjón v. 6 mánaða tafa og vegna ásýndarljótleika hlýtur að koma niður á kynningu og markaðssetningu (álitshnekkir).

  4) Af hverju var haldið áfram að byggja upp vegginn til byrjunar ágústs 2010 þó vitað væri, um vorið, að hann væri gallaður?

  Svar Dr. R.K.: Það tók rúma fjóra mánuði að framkvæma allar nauðsynlegar rannsóknir hjá alþjóðlega viðurkenndum rannsóknarstofum í Karlsruhe, Þýskalandi, og sannfæra kínversku undirverktakana um að þeim bæri að taka glerhjúpinn niður og endurgera hann. Við gerðum Lingyun það strax ljóst að það væri á þeirra ábyrgð að halda áfram byggingu suðurveggjarins sem hugsanlega þyrfti síðan að taka niður aftur. Það labbar hins vegar enginn til erlends fyrirtækis og segir þeim að taka heilan risaglervegg niður nema hafa mjög traustar rannsóknir og sannfæringarkraft á bak við sig. Og rannsóknir taka sinn tíma. Að auki vonaði ÍAV og Lingyun lengi vel að gallinn væri takmarkaður og þá hefði verið hægt að beita flóknum Finite Element útreikningum og líkindafræði til að sýna fram á fullnægjandi öryggi í anda nútíma burðarþolsfræða. Þegar í ljós kom í lok ágúst 2010 að gallinn var í flestum hornum virkisins hvarf sú von og erfið ákvörðun reyndist óumflýjanleg.

  Svar ÖH: Hér er komin skýring: Langdregnar rannsóknir, hinir frábæru Kínaverjar vildu ekki láta sannfærast og þurfti að beita sannfæingarkrafti. Hin víðfrægu þýsku stálvísindi brugðust við um seinan. Allt er þetta ótrúlegt. Flóknasti og frægasti veggur í heimi varð haugamatur. (DV 17/3/10)

  5) Alþjóð veltir mikið fyrir sér veggnum og göllunum. Ætlar þú að senda pistilinn til fjölmiðla sem þú sendir okkur arkitektunum.

  Svar Dr. R.K.: Ég hef gert grein fyrir þessu atriði fyrr í þessu svari þar sem ég bendi á að ég hef fjallað mjög víða um þetta mál. Ég er í augnablikinu að skrifa langa grein um þessa galla sem mun birtast í íslensku tímariti í vor og verður opin öllum. Hafi fjölmiðlar þá áhuga á frekari umfjöllum um suðurvegginn mun ekki standa á okkur. Ég reikna þó frekar með að fjölmiðlar muni í vor frekar hafa áhuga á byggingunni sjálfri sem undirritaður telur vera mikið listaverk, skapað í samvinnu íslenskra og danskra arkitekta og listamanna.

  Svar ÖH: Þú segist hafa fjallað mjög víða um þetta mál. – Við áfallsfréttina um suðurvegginn var þín saknað sem Hönnunar-stjóra Hörpu á RÚV- 4 ágúst 2010- með skýringar fyrir alþjóð eins og þú gerir nú fyrir okkur arkitektana.

  Útskrift af frétt RÚV miðvikudaginn 4 ágúst 2010:

  — „Stálvirkið á suðurhlið tónlistarhússins Hörpu verður rifið niður en efni í hluta þess stóðst ekki álagspróf. Tjónið nemur hundruðum milljóna króna, sem lendir að mestu á kínverskum undirverktaka Íslenskra aðalverktaka. Byrjað er að undirbúa smíða nýs virkis í Kína. Tjónið hefur ekki áhrif á opnun hússins. Stálvirkið er hluti af listaverki Ólafs Elíassonar sem klæðir tónlistarhúsið og verður það sett mislitum glerplötum.Stálvirkið er samsett úr sexstrendum kubbum og hafði verið álagsprófað í Þýskalandi og Kína þar sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka lætur smíða það. Kubbarnir stóðust prófin en í mars kom hins vegar í ljós sprunga á einum kubbnum. Enn var rannsakað og fyrir hálfum mánuði kom í ljós að stálið var of stökkt. Sigurður Ragnarssons, framkvæmdastjóri Austurhafnarverkefnisins hjá ÍAV, segir að þetta hafi verið áfall. En áfram verði haldið með framkvæmdirnar. Þetta áfall seinkar ekki áætlaðri opnun tónlistarhússins í maí. Sigurður segir að hluti umrædds veggs verði ekki tilbúinn þá, en húsið verði fullbúið að öðru leyti. ÍAV ber kostnað af tjóninu en mest fellur þó á kínverska fyrirtækið Lingyun, segir Sigurður. Í næsta mánuði verður byrjað að smíða nýtt stálvirki í Kína. Gallaða stálvirkið verður utan á tónlistarhúsinu þar til í nóvember, en nýir stálkubbar verða væntanlega settir upp í desember“.—

  6) Hvað var því til fyrirstöðu að við arkitektarnir fengjum að sjá sérteikningar af Hörpu ? T.d. sérteikningar af glerhjúpnum ?

  Svar Dr. R.K.: Byggingin er að verða tilbúin og þá er best að skoða hana sjálfa. Teikningarnar eru jú bara eitt af mörgum hjálpartækjunum í byggingaferlinu. Ég hef einnig fyrir löngu boðið þér í heimsókn og það boð stendur enn.

  Svar ÖH: Ég hef skrifað þér um heimboðið*) áður og bíð eftir svari.
  Þú vilt greinilega ekki að við fáum að sjá teikingarnar. – Sigurður E. Arkitekt lofaði reyndar fyrir nokkru að reyna að útvega okkur teikningarnar en enn höfum við ekki fengið þær.

  AF ÖÐRU:

  *) UM HEIMBOÐIÐ Í HÖRPU:
  Það er ekki rétt hjá þér að ég hafi ekki sinnt heimboði þínu í Hörpu. Þú hefur ekki lesið pistilinn sem ég skrifaði undir grein þinni: -Til baka til gamaldags gæða-. þar þakkaði ég boðið en spurði þig hvort þú vildir ekki bjóða líka öllum félögum AÍ- ekki bara mér einum.
  Þú ert ekki farinn að svara því enn.
  En ef það er svo að þú viljir alls ekki fá fleiri okkar í heimssókn og eingan annan en mig þá mæti ég einn að sjálfsögðu.
  Í framhaldi af þessu stakk svo kollegi Hilmar Þór upp á að Hallmar framkvæmdastjóri fyrir hönd AÍ færi fram á það
  sama. Hann mun hafa reynt að ná í þig án árangurs.

  AF KRISTJÁNI ALBERTSSYNI: Loksins, loksins……
  Ég er sammála þér um að það var ekki nærfarið að okkur að nota þessi orð hins mæta manns Kristjáns Albertsssonar til HKL: Loksins, loksins….— Á 1000 ára afmæli alþingis 1930 var skáld-konungi Íslands Einari Bendediktssyni ekki boðið til hátíðarhaldanna á Þingvöllum. Ég hef alltaf metið Kristján mikils fyrir að hafa hundskammað fulltrúa Alþingis fyrir að hafa ekki sýnt skáldinu sóma og boðið honum.
  Einar var kominn heim þegar Kristjáni tókst loks að halda smáræðustúf og fá veislugesti til að hrópa húrra fyrir skáldjöfrinum.

  Kristján var maður sem vildi ganga hreint til verks og var ekkert að tvínóna eða að fela hlutina.
  Allt bruðl og óráðsía með fjármuni ríkisins var honum þyrnir í augum. —

  Með góðri kveðju – Örnólfur

 3. Ríkharður Kristjánsson
  mars 18, 2011 | 16:56

  Svör til Örnólfs Hall.

  Það er óneitanlega erfitt að fylgja þessu máli eftir því Örnólfur er með margar síður gangandi á vef AÍ og dreifir mjög bloggunum sínum.
  Ég legg til að þessu verði öllu safnað á einn stað til að einfalda lestur og svör.
  En látum það liggja milli hluta.

  Ég held reyndar að ég geti ekki bætt miklu við það sem ég hef þegar skrifað. Ég hef reynt að svara spurningum og vangaveltum heiðarlega og opið.
  Mér finnst stundum í svörum Örnólfs örla á skorti á opinni umræðu. Þannig er talað um „reyndan uggandi verkfræðing“ eða „hagvísan arkitekt“. Að hverju koma þessir menn ekki fram undir nafni og taka beinan og heiðaðlegan þátt í umræðunum. Þessi „uggandi verkfræðingur“ er velkominn í heimsókn til mín og getur fengið að sjá öll útboðsgögn og tilvitnaða staðla. Þessi gögn voru hvort sem er öll á útboðsvef ÍAV lengi vel og voru ekki meiri leyndadómur en það.
  Talandi um heiðarleika finnst mér örla á blekkingarleik þegar birtar eru ársgamlar myndir frá norðurhlið hússins þegar stálvirkið enn var opið fyrir veðri og vindum og skrifa síðan: „Um miðjan s.l.mars fór blaðamaður DV Helgi Hrafn G. í Hörpu“. Látið er að því liggja að svona líti stálvirkið út í dag um miðjan mars. Auk þess er augljóst af myndunum að stálvirkið sem sýnt er er ekki að ryðga heldur liggja á því óhreinindi sem sum hver kunna að vera ryð frá suðuvinnu og slípun.

  Síðan fellir Örnólfur skort á upplýsingum og vitneskju undir leyndarhyggju. Ég hef sjálfur gert fjölda samninga sem verkefnastjóri í mörgum opinberum verkum og sem framkvæmdastjóri verkfræðistofu, hönnunarsamninga við arkitekta (þó aldrei við Örnólf) og samninga um hönnun og framleiðslu glervirkja. Sjaldnast eru samningarnir brotnir niður í einstaka liði eins og hönnun sökkla eða hönnun þakvirkis. Hér er ekki um neina leyndarhyggju að ræða heldur er þetta einfaldlega algengasta formið á slíkum samningum og óþarfi að rífast mikið meira um það. Þannig eru samningar Örnólfs Halls við ríkið örugglega líka uppbyggðir.

  Að lokum varðandi heimboðið og heimsóknir í Hörpu hef ég einfaldlega þetta að segja. Ég bauð Örnólfi í heimsókn. Hefðu einhverjir aðrir viljað kom í heimsókn líka hefðu þeir átt að hafa samband við mig en ekki öfugt. Framkvæmdastjóri AÍ hefur ekki haft samband við mig eða sent mér tölvupóst varðandi heimsókn.
  Það þrengir reyndar mjög að á næstu vikum því opnunarhljómleikar eru 4. maí og það er „allt vitlaust“ núna.

  Þar með lýkur mínum skrifum inn á ágætan vef AÍ og lýk ég þessu með þeirri ósk að Örnólfur haldi áfram að teikna sínar fallegu vel heppnuðu byggingar.

  Kveðjur
  Ríkharður Kristjánsson, Hönnunarstjóri Hörpu

 4. Örnólfur Hall
  apríl 5, 2011 | 10:51

  Af ónefndum arkitektum og verkfræðingum.

  Gagnrýni á óarðbærar og ofurdýrar framkvæmdir hins opinbera (ríki og borg) hefur ekki reynst gott veganesti við öflun verk-efna á þeim bæjum.
  —-
  Það er vel skiljanlegt að hagvísir reiknimeistarar í arkitekta-og verkfræðingastétt veigri sér við nafnabitingar í þessu sambandi. Svo ekki talað um þá sem eru atvinnulausir.
  —-
  Hversu mörg störf hefði verið hægt að skapa þeim fyrir mörgu umfram – milljarðana vegna órásíu og bruðls í tónlistarhúsi við saltbarinn bakka Ægis ???

Deilið athugasemd

Arkitektafélag Íslands / Aðalstræti 2. 2.hæð / 101 Reykjavík  / +354 780 2228  / ai@ai.is / Pósthólf 590 – 121 Reykjavík
Skrifstofa Arkitektafélags Íslands er opin mánudaga til föstudaga milli kl. 9:00 og 13:00