Dagsbirta og vistvæn lýsing

 

Á námskeiðinu verður fjallað um mikilvægi dagsbirtu í byggingum og vistvæna lýsingarhönnun.

Farið verður yfir þróun byggingarlistar með tilliti til notkunar dagsbirtu og tækniframfara í lýsingu, áhrif birtuumhverfis á heilsu og vellíðan og fjallað um markvissar leiðir til þess að auka upplifun og gæði birtuumhverfis í byggingum og ytra umhverfi. Skoðaðir verða nýir staðlar og umhverfisvottanir og fjallað um sérstakar mælistikur fyrir mat á gæðum birtuumhverfis m.a. dagsbirtustuðul (daylight factor). Sérstök áhersla verður lögð á staðbundnar aðstæður hérlendis t.d. afstöðu til sólar, skuggavarp, ljósmengun o.fl.

Að námskeiði loknu mun þátttakandi hafa öðlast aukinn skilning á túlkun sjálfbærni við hönnun mannvirkja sem varðar birtuumhverfi. Þannig verður þátttakandi tilbúinn að meta áhrif dagsljóss sem og rafmagnsljóss hvað varðar rekstur bygginga, umhverfisáhrif, vinnuvernd, upplifun og vellíðan.

Kennarar:

Þórdís Rós Harðardóttir, lýsingarhönnuður og Anna Sigríður Jóhannsdóttir, arkitekt.

Staðsetning: Tími: Verð: 20.000 kr. en 4.000 kr. til aðila IÐUNNAR og félaga í AÍ.

IÐAN fræðslusetur, Skúlatúni 2 í Reykjavík. 21. og 23. maí kl. 16:00 – 20:00.

Skráning fer fram á www.idan.is

Lykilorð: markviss nýting dagsljóss, gæði birtuumhverfis, þróun rafmagnslýsingar, alþjóðlegar vottanir bygginga og orkusparnaður rafmagnslýsingar, förgun rafljósabúnaðar, dagsljós og íslensk byggingarlist, vistvæn lýsing, lífsgæði og vellíðan, ljós og upplifun, samspil birtu og forms, umhverfisvitund, nýting innlendra auðlinda, vistvæn nýsköpun, íslensk byggingararfleifð.

Enn hefur enginn viðrað skoðun sína á þessu málefni, þú getur hafið umræðuna?

Deilið athugasemd

Arkitektafélag Íslands / Aðalstræti 2. 2.hæð / 101 Reykjavík  / +354 780 2228  / ai@ai.is / Pósthólf 590 – 121 Reykjavík
Skrifstofa Arkitektafélags Íslands er opin mánudaga til föstudaga milli kl. 9:00 og 13:00