Þann 13. september næstkomandi stendur Norræni nýsköpunarsjóðurinn fyrir opnum kynningarfundi þar sem fulltrúar Nordic Built kynna nýjan sjálfbærnisáttmála í mannvirkjagerð á Norðurlöndunum. Markmiðið er að virkja lykilaðila á íslenskum byggingarmarkaði til þess að taka höndum saman um að efla sjálfbæra þróun í mannvirkjagerð á Norðurlöndunum.
Nordic Built er eitt af sex svokölluðum kyndilverkefnum sem stofnað er til að frumkvæði norrænu ráðherranefndarinnar í tengslum við mótun nýrrar stefnu um samvinnu í iðnaðar- og nýsköpunarmálum, með áherslu á grænan vöxt.

Fundurinn er haldinn er í stofu V101 í Háskólanum í Reykjavík frá kl. 15-17 og er öllum opinn. Stjórnendur sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja á Íslandi og allir þeir sem koma að byggingu og rekstri mannvirkja og hafa áhuga á sjálfbærni og norrænni samvinnu eru hvattir til að mæta og kynna sér sáttmálann og tengd verkefni.

Sjá nánar á heimasíðu Vistbyggðarráðs.

og

um Nordic built