LJÓSBJARMI YFIR BORGUM – UMHVERFISVANDI

Ljósbjarmi yfir borgum og byggðarlögum er umhverfisvandi sem fylgir nútímasamfélögum. Hann er víða felldur inn í reglugerðir eða skilgreiningar yfir mengun (ljósmengun) því bjarminn dregur úr gæðum myrkurs og veldur neikvæðum áhrifum á vistkerfi, t.d. næturdýra. Það flækir málið að ljósmengun er hliðarverkun raflýsingar sem óumdeilanlega hefur aukið lífsgæði manna. Snævarr Guðmundsson landfræðingur kortlagði ljóshjúpinn yfir höfuðborgarsvæðinu og fengust tölulegar upplýsingar um áhrif hans á náttúrulegt myrkur og hversu víðtæk þessi áhrif eru.

Mælingarnar voru gerðar veturinn 2009-2010 og eru sýndar m.a. í myrkurkorti af Reykjavík og nágrannabyggðum. Eftir kortinu og öðrum gögnum er hægt að meta hve mikil ljósmengun ríkir á þéttbýlasta svæði landsins.

Ef þú vilt vita meira geturðu nálgast ritgerðina á:

í myrkurkorti af Reykjavík og nágrannabyggðum. Eftir kortinu og öðrum gögnum er hægt að meta hve mikil ljósmengun ríkir á þéttbýlasta svæði landsins. Ef þú vilt vita meira geturðu nálgast ritgerðina „hér“.

Enn hefur enginn viðrað skoðun sína á þessu málefni, þú getur hafið umræðuna?

Deilið athugasemd

Arkitektafélag Íslands / Aðalstræti 2. 2.hæð / 101 Reykjavík  / +354 780 2228  / ai@ai.is / Pósthólf 590 – 121 Reykjavík
Skrifstofa Arkitektafélags Íslands er opin mánudaga til föstudaga milli kl. 9:00 og 13:00