HOF & HARPA

26/8/10 komu  fram  þær upplýsingar  í  Viðskiptablaðinu  að glerhjúpur (tónlistarhússins) HÖRPU  kostaði  3.2 milljarða  króna  eða  sem  samsvarar  150  meðalíbúðum  á höfuðborgar-svæðinu.  Ekki  hefur  mátt segja  frá  þessu  fyrr  en  nú  nýlega  af  einhverjum  ástæðum.

Ekki  hefur  heldur  fengist  skýring  á  því  hvers  vegna  haldið  var áfram  fram  í  ágúst  að byggja  gallaða  suðurvegginn,  þótt  vitað  væri  um  gallana  snemma   í  vor.  Engin  útlistun  hefur  komið  nákvæmlega  á  því hvernig  kosnaðurinn  dreifist :  s.s.  á  ÍAV,  Kínverja  og  kreppu-hrjáðra  íslenska  skattborgara  sem  hljóta  þurfa  a.m.k.  borga  afleiddan  kostnað.

Fyrir  skömmu   var (menningarhúsið)  HOF  vígt  og  upplýst  var  að  kostnaðurinn  væri  3.5 milljarðar.  Það  er athygisvert   að  það  skilur  ekki  nema  300 þúsundir  á  milli að  hægt  væri  að  byggja   nýtt  Hof fyrir  glerhjúps-milljarðana.  Kollegi   benti  mér  á  að  ekki  mætti  gleyma  kostnaðnum,  sem  ætla  mætti  20-25%,  við  8000 teikningar  glerstássins  en  þá  færi  hjúpuri nn  vætanlega   vel  fram  úr Hofi  í  verði .  Verð  á  fermetra   í  Hofi  er  um  500.000 kr.* og  þykir  dýrt en  hvað  má  þá  segja   um  uppreiknað  verð  á  Hörpu  sem  er  um  1  milljón á  fm.** Reikningsglöggur   kollegi  segir  að  Hof  verði  aðeins  um  1/9 af væntanlegum  kostnaði  Hörpu.  Sami  kollegi  hefur  áætlað  að  fyrir  þrefaldan  Hofskostnað  hefði  mátt  byggja  mjög  glæsilegt  tónlistarhús  í  Reykjavík; þ.e.s. að  öllu  20  milljarða  glerstássins  og fjármálarugli slepptu.

Það  er  ánæjulegt  að  geta  þess  í  atvinnuleysinu  að  að  Hofi  komu  aðallega  Íslendingar: íslenskir   arkitektar,  hönnuðir,  iðnaðarmenn,  tæknimenn  o.fl.  Sama  verður  ekki  sagt  um  Hörpu

þar  sem  af  1200 starfsmönnum  hafa  verið  einungis  um 250 Íslendingar  en  950  útlendingar.  Það  er skelfilegt  að  Harpa  skuli  aðallega  skapa   atvinnu  fyrir  útlendinga  í  atvinnuleysinu  og  spæni  upp  dýrmætan   gjaldeyri   úr  gjaldeyrissjóði  landsmanna.

Arkitektum  HOFS  er hér  óskað til hamingju  með  vel  heppnað  verk.  Það ríkir almenn ánægja  Norðanmanna  með  gæði  hússins  á allan hátt.

Hringlaga  klettur  (klettaborg)  spettur  upp  úr  jörðinni,  í  flatlendu  umhverfinu.  Einföld  sterk  hugmynd  (án prjáls)  sem  kallast  á  við  klettaborgir (álfaborgir) Norðurlands.  Steinaþyrpingin hringlaga  í  Stonehenge  kemur  líka  upp  í  hugann.

*(7.500 fm. Heildarverð 3.5 milljarðar)

**(29.000 fm. Kostnaður yfir 30 milljarðar.)

Góð kveðja -Örnólfur Hall-

One Response to HOF & HARPA
 1. Örnólfur Hall
  september 28, 2010 | 09:17

  NOKKRAR STIKLUR UM HÖRPU:

  1- Vestfirskur kollegi benti mér á að fyrir Hörpu-glerpeningana hefði mátt vinna hálf Bolungavíkurgöng (Óshlíðargöng).

  2- Í viðtali við Lísu Pálsdóttur á RÚV (24/9/10) ræðir Ólafur Kjartan Sigurðsson óperusöngvari (sem syngur í óperum í Þýskalandi ) um Hörpu með tilliti til óperuflutnings.
  Hann segir að við hönnun Hörpu var Íslenska Óperan alls ekki inn í myndinni. Hann segist öskureiður yfir að hún var ekki plönuð með.
  Hann segir enn fremur að þetta sé grátbroslegt í raun og veru – t.d. að sviðið og þessi risastóri salur verði aldrei fullbúin fyrir óperuhús. Allt þetta tal um ideal hljómburð hússins fyrir sinfóníuna passi ekki fyrir óperuna er bara bull. Það er búið bulla í fólki um þetta í mörg ár segir hann svo.

  3- Söngvarar úr íslenska óperuheiminum virðast hafa alvarlega út á Hörpu að setja með tilliti til óperuflutnings.

  4- Byrjað er plokka suðurvegg niður og um leið er
  saminn dýrðaróður m.a. um hann í tónskáldasamkeppni.

  5- Ekki er minnst á “fjármálin” lengur . Er allt í fínu lagi eða er þetta lognið undan storminum ?

  6- NÝ FRÉTT 27/9/10

  Enn var halelúja-fundur vegna Hörpu-æfintýrisins í dag.
  Askhenazy vonast til að Karl Bretaprins mæti í vígsluna (!)
  Mér heyrðist að vígslu væri nú seinkað fram til ágústloka 2011, þ.e. um tæplega 4 mánuði frá því áður var kynnt. Ekki kemur það á óvart. T. d. er allt í klandri með suðurhlið.

  7- Er ekki kominn tími á að einhver fari að taka á þessu „Skuespili“ öllu.
  Kreppuhrjáður almenningur er rasandi. Tölum við atvinnu- lausa eða þá sem eru að missa heimilin sín eða félaga í Hagsmunasamtökum heimilana um þetta lúxusbull: Skyldum við fá Kalla prins í Hörpu í ágúst ?

Deilið athugasemd

Arkitektafélag Íslands / Aðalstræti 2. 2.hæð / 101 Reykjavík  / +354 780 2228  / ai@ai.is / Pósthólf 590 – 121 Reykjavík
Skrifstofa Arkitektafélags Íslands er opin mánudaga til föstudaga milli kl. 9:00 og 13:00