Alþingiskosningar 2013: hönnun og arkitektúr

(17.04.2013 Aðsent frá Hönnunarmiðstöð Íslands)

MÓTUN HÖNNUNARSTEFNU ÍSLANDS

Fulltrúum stærstu framboðsflokkanna hefur verið boðin þátttaka í málþingi, um hönnuna-og arkitektúr, með Hönnnunarstefnu fyrir Íslands og Menningarstefnu í mannvirkjagerð til grundvallar, í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi, fimmtudaginn 18. apríl kl. 20. Fundarstjóri er Jóhannes Þórðarson. Málþingið er hluti af fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar Íslands sem haldin er í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands. 

Þingframbjóðendur kynna áherslur hvers flokks fyrir sig í málefnum hönnunar og arkitektúrs. Fulltrúar flokkanna halda stutta framsögu um hvernig þeirra flokkur mun beita sér í málefnum hönnunar og arkitektúrs og eftir það taka þátt í umræðum undir stjórn Jóhannesar Þórðarsonar arkitekts sem tók þátt í mótun Hönnunarstefnu fyrir Íslands og Menningarstefnu í mannvirkjagerð.

Þátttakendur málþingsins eru:
Björt framtíð – Heiða Kristín Helgadóttir
Dögun – Ólöf Guðný Valdimarsdóttir
Framsóknarflokkurinn – Vigdís Hauksdóttir
Samfylkingin – Össur Skarphéðinsson
Sjálfstæðisflokkurinn – Hanna Birna Kristjánsdóttir
Vinstri Grænir – Árni Þór Sigurðsson

Umræðurnar verða á grundvelli Menningarstefnu í mannvirkjagerð: stefna íslenskra stjórnvalda í byggingarlist sem var útgefin og samþykkt í ríkisstjórn árið 2007 og Hönnunarstefnu fyrir Íslands sem samþykkt var í ríkisstjórn þann 12. mars 2013. Hönnunarstefnan miðar að því að auka vægi hönnunar í allri vöruhugsun, vöruþróun og framleiðslu með það að sjónarmiði að styrkja samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja og auka verðmætasköpun.

Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsi, 18. apríl kl. 20. Allir velkomnir.

Sjá nánar á vef Hönnunarmiðstöðvar

Enn hefur enginn viðrað skoðun sína á þessu málefni, þú getur hafið umræðuna?

Deilið athugasemd

Arkitektafélag Íslands / Aðalstræti 2. 2.hæð / 101 Reykjavík  / +354 780 2228  / ai@ai.is / Pósthólf 590 – 121 Reykjavík
Skrifstofa Arkitektafélags Íslands er opin mánudaga til föstudaga milli kl. 9:00 og 13:00