Sýningin Ofanleitiskapella Högnu Sigurðardóttur arkitekts verður haldin í Norræna húsinu dagana 21. ágúst til 4. september 2013. Í tengslum við sýninguna verður svo haldið málþing þar sem arkitektarnir Guja Dögg Hauksdóttir, Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir, Hrefna Björg Þorsteinsdóttir , Margrét Harðardóttir og Pétur H. Ármannsson munu halda erindi þar sem fjallað verður um forsögu verkefnisins og vinnuna við útfærslu kapellunnar ásamt því sem kapellan verður skoðuð í samhengi við önnur verk Högnu og í stærra samhengi.

Sjá nánar á vef Norræna hússins