Minnisblað um einangrun útveggja

raki7

 

 

(19. mars 2014 – aðsent)

Nokkrir sérfræðingar hafa undanfarið fjallað um vandamál tengt vissri aðferð við frágang einangrunar innan á steypta útveggi.
Hópurinn telur nauðsynlegt að arkitektar fáist við þetta vandamál og biður um að minnisblað sem sérfræðihópurinn hefur samið verði birt hér á vef AÍ.

Minnisblað fyrir hönnuði um einangrun útveggja

 

3 Responses to Minnisblað um einangrun útveggja
 1. Ivon Stefán Cilia
  mars 19, 2014 | 14:03

  Þetta eru þarfar og góðar athugasemdir. En hafa ber í huga að þetta er ekki aðeins vandamál sem snýr að vinnulagi hönnuða (lesist: arkitektar í þessu minnisblaði arkitektalausa sérfræðingahópsins), heldur er þetta einnig ábyrgðarmál byggingarstjóra og ekki síst byggingarfulltrúaembættanna sem skulu tryggja að framkvæmdin sé gerð á grundvelli samþykktra sérteikninga hönnuða (arkitekta).

 2. Ríkharður Kristjánsson
  mars 20, 2014 | 17:53

  Ég hef af því áhyggjur að minnisblaðið verði dæmt marklaust því enginn úr stétt arkitekta hafi komið að gerð þess. Það er þó ekki rétt. Einn sérfræðinganna er bæði arkitekt og verkfræðingur. Ég held líka að það sé mjög nauðsynlegt fyrir arkitekta að kynna sér málið því Mannvirkjastofnun hefur sent minnisblaðið til allra byggingarfulltrúa landsins með beiðni um að þeir hugi sérstaklega að málinu. En vitanlega snertir málið fleiri; tæknimenn og eftirlitsaðila en ekki síst íbúa þessara húsa í framtíðinni sem búa við þá hættu að veikjast af völdum myglueitrunar verði ekkert að gert.

 3. Björn Marteinsson
  mars 21, 2014 | 05:14

  Þakka Ivon Stefán athugasemdina, og sammála að þetta sé alls ekkert einkamál arkitekta enda er það á engan veginn látið í veðri vaka í minnisblaðinu- blaðinu er dreift til allra sem að málinu koma.
  Svo vil ég leiðrétta það að enginn arkitekt hafi verið í „arkitektalausa sérfræðihópnum“- ég er arkitekt.

Deilið athugasemd

Arkitektafélag Íslands / Aðalstræti 2. 2.hæð / 101 Reykjavík  / +354 780 2228  / ai@ai.is / Pósthólf 590 – 121 Reykjavík
Skrifstofa Arkitektafélags Íslands er opin mánudaga til föstudaga milli kl. 9:00 og 13:00