Opinber stefna Dana í arkitektúr

Harpa

 

(3. apríl 2014 – erlent /Í nýlegri útgáfu af opinberri stefnu Dana í arkitektúr er mynd af Hörpu gert hátt undir höfði)

Fyrir um það bil mánuði (27. febrúar 2014)  síðan kynnti Marienne Jelved menningarmálaráðherra Dana stefnu danska ríkisins í arkitektúr. Af því tilefni sagði ráðherran m.a.:

”Vi skal bygge for mennesker. Vi skal skabe byer og steder, hvor det er godt at være, hvor vi kan møde hinanden i stimulerende omgivelser, og hvor bygningerne samtidig er en del af løsningen på udfordringer inden for blandt andet vækst, energi og fraflytning.  

Samtidig skal vi give børn og unge mulighed for at forstå arkitekturens muligheder endnu bedre, hvis fx deres skole skal bygges om i forbindelse med den nye skolereform.  Derfor udvikler vi, blandt meget andet, nye undervisningstilbud, som skærper børn og unges arkitektoniske forståelse og appetit på inddragelse i arkitekturen.“

Sjá stefnuna í heild sinni á pdf formi: Dansk_løbende

One Response to Opinber stefna Dana í arkitektúr
  1. Hallmar Sigurðsson
    apríl 11, 2014 | 13:02

    Ég er búinn að renna í gegnum opinbera stefnu Dana í arkitektúr, sem er birt hér. Vissulega er hún talsvert umfangsmeiri en sú íslenska og margt betur útskýrt, til dæmis er kaflinn um börn og ungt fólk til fyrirmyndar og af honum held ég að við getum ýmislegt lært. Íslenska stefnan er skýr og ágæt en hluti af því að framfylgja henni hlýtur að verða að endurskoða og endurútgefa hana í ljósi reynslunnar áður en allt of langt um líður. Mér leikur forvitni á að heyra viðbrögð ykkar við dönsku stefnunni og gaman væri líka að heyra einhverjar skoðanir á þeirri íslensku.

Deilið athugasemd

Arkitektafélag Íslands / Aðalstræti 2. 2.hæð / 101 Reykjavík  / +354 780 2228  / ai@ai.is / Pósthólf 590 – 121 Reykjavík
Skrifstofa Arkitektafélags Íslands er opin mánudaga til föstudaga milli kl. 9:00 og 13:00