honnunarsjodur

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um ferðastyrki hönnunarsjóðs og hægt er að sækja um í þessari atrennu til 1. september. Ferðastyrkirnir eru ætlaðir hönnuðum og arkitektum til að auka möguleika þeirra á að taka þátt í erlendum samstarfs- og kynningarverkefnum, sýningum, viðburðum, ráðstefnum og viðskiptastefnumótum.

Hver ferðastyrkur nemur 100.000 krónum en sé gert ráð fyrir fleiri farþegum í tengslum við tiltekið verkefni getur verkefnið hlotið fleiri en einn styrk.

Þetta er þriðja umóknarferlið af fjórum um ferðastyrki á þessu ári. Gera má ráð fyrir að um 10 styrkjum verði úthlutað að þessu sinni. Eingöngu er hægt að sækja um styrk í ferðir sem hafa ekki verið farnar, þegar umsóknarfrestur rennur út. Nánar má kynna sér úthlutunarreglur á heimasíðu hönnunarsjóðs, sjodur.honnunarmidstod.is.