HM2015 – síðustu forvöð til að skrá viðburð

hönnunarmars2015

(13. janúar 2015 – HÖNNUNARMARS)

Það stefnir í mjög flotta hátíð í ár, en þemað er leikur í orðsins víðustu merkingu eða „PlayAway“. Íslenskir hönnuðir og arkitektar bera þungann af hátíðinni, líkt og endranær og ber dagskráin keim af þeim taumlausa sköpunarkrafti sem einkennir íslenskt hönnunarsamfélag.

Frestur til að skrá viðburð í dagskrá er til 25.janúar.

One Response to HM2015 – síðustu forvöð til að skrá viðburð
 1. Hallmar Sigurðsson
  janúar 15, 2015 | 09:41

  Ég minni á að Hildur Steinþórsdóttir, arkitekt hefur tekið að sér að vera verkefnisstjóri AÍ á Hönnunarmarsi. Hlutverk hennar er að veita upplýsingar, halda utan um hverjir taka þátt. Hildur hefur líka einhverjar hugmyndir um hvaða staðir og aðstaða kemur til greina en það er þó á ábyrgð hvers og eins að setja upp sýningar, útvega sér sýningarrými osfrv.
  Hildur er í síma tel: +354 862 2879

  AÍ áformar að vera með bókakaffi meðan á Hönnunarmars stendur. Þar verður hægt að hittast til að spjalla og hlusta á stutta fyrirlestra / húslestra um arkitektúr, lífið og listina. Þeir sem hafa áhuga á að sprella, kynna bækur eða koma með innlegg á húslestrana hafi vinsamlegast samband við Hallmar í síma +354 896 0779

  Með bestu kveðju,
  Hallmar

Deilið athugasemd

Arkitektafélag Íslands / Aðalstræti 2. 2.hæð / 101 Reykjavík  / +354 780 2228  / ai@ai.is / Pósthólf 590 – 121 Reykjavík
Skrifstofa Arkitektafélags Íslands er opin mánudaga til föstudaga milli kl. 9:00 og 13:00