Verkefnið Eyðibýli á Íslandi hlýtur heiðursverðlaun

eydibyli

Þessi heiðursverðlaun Nýsköpunarsjóðs námsmanna voru veitt í fyrsta sinn í gær (23. febrúar 2015) fyrir þetta metnaðarfulla og heilsteypta verkefni.

„Verkefnið var unnið fjögur sumur í röð, 2011–2014. Húsin eru 748 og úr öllum landsfjórðungum. Eingöngu voru skrásett hús sem eru uppistandandi, ekki rústir,“ að sögn umsjónarmanna verkefnisins

Gísli Sverrir Árnason, menningarráðgjafi hjá R3-Ráðgjöf og Sigbjörn Kjartansson, arkitekt á Glámu-Kím voru umsjónarmenn verkefnisins frá upphafi og veittu þeir heiðursverðlaununum móttöku úr hendi forseta Íslands.

Sjá nánar í frétt á vef DV

 

 

2 Responses to Verkefnið Eyðibýli á Íslandi hlýtur heiðursverðlaun
  1. Hallmar Sigurðsson
    febrúar 24, 2015 | 11:59

    Ég vil nota tækifærið og óska Glámu Kím mönnum og öðrum sem að verkefninu hafa komið til hamingju með þessa verðskulduðu viðurkenningu. Bravó, bravissimó!

  2. Haraldur Ingvarsson
    febrúar 26, 2015 | 14:12

    Glæsilegt hjá Glámu Kím, tek undir með bravissimo!

Deilið athugasemd

Arkitektafélag Íslands / Aðalstræti 2. 2.hæð / 101 Reykjavík  / +354 780 2228  / ai@ai.is / Pósthólf 590 – 121 Reykjavík
Skrifstofa Arkitektafélags Íslands er opin mánudaga til föstudaga milli kl. 9:00 og 13:00