Humanscale

Í tengslum við Kaffihús byggingarlistarinnar bjóða Arkitektafélag Íslands, Reykjavíkurborg og Bíó Paradís upp á sýningu myndarinnar HUMAN SCALE frá 2012 eftir Andreas Dalsgaard og umræður um myndina. Í henni er með gagnrýnum hætti fjallað um öran vöxt borga og þá sláandi spá að árið 2050 er talið að 80% íbúa jarðar muni búa í borgum.

Sýning myndarinnar verður á sunnudag klukkan 16 og umræður um hana hefjast klukkan 17,30.

Athugið – aðeins þessi eina sýning.

Myndbrot