HA tímarit um hönnun

HA

Nýtt tímarit um hönnun og arkitektúr kemur út í fyrsta sinn á HönnunarMars 2015. Tímaritið ber nafnið HA og er gefið út af níu fagfélögum undir merkjum Hönnunarmiðstöðvar Íslands, en því er ætlað að kynna og sýna fram á mikilvægi góðrar hönnunar.

Útgáfunnar hefur verið beðið lengi enda brýn þörf fyrir gagnrýna umræðu um hönnun og arkitektúr hér á landi. Ítarlegar þverfaglegar greinar verða í bland við fasta liði og er hugmyndin að tímaritið höfði jafnt til fagfólks og áhugafólks um hönnun. Enda meginmarkmið hins nýja tímarits að efla þekkingu á hönnun og arkitektúr og sýna áhrif þeirra og mikilvægi.

HA kemur út í fyrsta sinn á HönnunarMars, en það mun koma út tvisvar á ári og verður bæði á íslensku og ensku.

Áhugasamir geta flett nýja tímaritinu á DesignTalks og á opnunarathöfn HönnunarMars 2015 næstkomandi fimmtudag í Hörpu.

Tímaritið verður einnig til sölu í verslunum EpalSpark Design og Pennanum

One Response to HA tímarit um hönnun
  1. Hallmar
    mars 12, 2015 | 09:26

    Ég vil nota tækifærið og óska öllum sem að máli hafa komið til hamingju með glæsilegt tímarit. Persónulega bind ég miklar vonir við blaðið, ekki síst að það eigi eftir að efla þekkingu almennings á hönnun og arkitektúr. Var í gær að horfa á mynd um japanska arkitektinn Tadao Ando þar sem svo berlega kom fram hve mikilvægt er fyrir arkitekta í sköpun sinni að verkkaupi hafi skilning á starfi þeirra. Það er þannig mikilvægt fyrir arkitekta að vinna fagi þeirra aukinn skilning úti í samfélaginu.
    Svo vil ég óska Sigríði Maack og Eyrúnu Valþórsdóttur til hamingju fyrir þeirra óeigingjarna framlag. Þær eiga miklar þakkir skildar fyrir sín störf í þágu félagsins.

Deilið athugasemd

Arkitektafélag Íslands / Aðalstræti 2. 2.hæð / 101 Reykjavík  / +354 780 2228  / ai@ai.is / Pósthólf 590 – 121 Reykjavík
Skrifstofa Arkitektafélags Íslands er opin mánudaga til föstudaga milli kl. 9:00 og 13:00