Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárósa fengu viðurkenningu

gongubryr

(16. mars 2015 – VIÐURKENNINGAR)

Varðan viðurkenning Vegagerðarinnar veitt í fimmta sinn

Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárósa fengu viðurkenningu

Viðurkenning Vegagerðarinnar, Varðan, vegna hönnunar og frágangs samgöngumannvirkja 2011-2013 var veitt 12. mars vegna göngu- og hjólabrúa yfir Elliðaárósa. Það var í flokki brúa en viðurkenningu hlaut einnig Dettifossvegur, þær viðurkenningar verða afhentar síðar.

Í umsögn dómnefndar um göngu- og hjólabrýrnar segir meðal annars:

Göngu- og hjólabrýr við Elliðaárvog, umsögn dómnefndar

Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárósa eru tákn um breytta tíma með áherslu á sjálfbæran samgöngumáta. Áhugaverð og skemmtileg upplifun á hjólaleið um Geirsnef gerir hjólreiðar að valkosti þeirra sem eiga erindi milli bæjarhluta vestan og norðaustan Elliðaáa.“

Sjá nánar á vef Vegagerðarinnar

Enn hefur enginn viðrað skoðun sína á þessu málefni, þú getur hafið umræðuna?

Deilið athugasemd

Arkitektafélag Íslands / Aðalstræti 2. 2.hæð / 101 Reykjavík  / +354 780 2228  / ai@ai.is / Pósthólf 590 – 121 Reykjavík
Skrifstofa Arkitektafélags Íslands er opin mánudaga til föstudaga milli kl. 9:00 og 13:00