Minningarsjóður prófessors dr. Phil. húsameistara Guðjóns Samúelssonar

GS  MINNING.SJ LOGO

 

(27. mars 2015 – STYRKIR)

Minningarsjóður dr. phil. húsameistara Guðjóns Samúelssonar

auglýsir hér með eftir umsóknum um styrkveitingar úr sjóðnum. Styrkir eru veittir annað hvert ár og fer styrkveiting fram í ellefta sinn á þessu ári 2015.

Tilgangur sjóðsins skv. skipulagsskrá er „að útbreiða þekkingu á húsagerðarlist í íslenskum anda“.

Heildarstyrkveitingar voru 1.400.000 kr. 2013 þegar síðast var úthlutað og gera má ráð fyrir svipaðri upphæð nú.

Umsóknir skulu vera á rafrænu formi og sendast á netfangið ai@ai.is eða til skrifstofu Arkitektafélags Íslands, Vonarstræti 4B, 101 Reykjavík, merktar „Minningarsjóður“, eigi síðar en kl. 12.00 mánudaginn 4. maí 2015.

Enn hefur enginn viðrað skoðun sína á þessu málefni, þú getur hafið umræðuna?

Deilið athugasemd

Arkitektafélag Íslands / Aðalstræti 2. 2.hæð / 101 Reykjavík  / +354 780 2228  / ai@ai.is / Pósthólf 590 – 121 Reykjavík
Skrifstofa Arkitektafélags Íslands er opin mánudaga til föstudaga milli kl. 9:00 og 13:00