240px-OntwerpFloriadeKristinsson

Samþætt sjálfbær hönnun (Intergrated Sustainable Design)
MÁLÞING á Kex Hostel

Staður:  Kex Hostel, Skúlagötu, G/T salnum
Stund:   Mánudaginn 15. júní kl. 17

Jón Kristinsson arkitekt hefur verið leiðandi á sviði hönnunar og sjálfbærni í mannvirkjagerð um langa hríð.
Hann hefur búið og starfað í Hollandi lengst af starfsævinnar.  Rekur þar eigin teiknistofu auk þess að kenna við háskóla þar og víðar.
Jón  mun kynna og fjalla um eigin verkefni og nýjungar á svið sjálfbærni s.s. um loftræsti og láhitakerfi og ýmsar nýjungar og lausnir því sviði.
M.a. um andandi glugga (sjá www.Vaventis.com) og s.k. lághitaofn  fyrir varmapumpuupphitun. –  Að lokinni kynningu verða pallborðsumræður.

Í pallborði verða m.a  auk Jóns, Andri Snær Magnason rithöfundur, Halldór Eiríksson arkitekt, Aðalheiður Atladóttir formaður AÍ;Sigríður Björk Jónsdóttir frá Vistbyggðaráði o.fl.

Sjá einnig bókina “Intergrated Sustainable Design” (endurútgefin á næstunni) og heimildarmynd um Jón á slóðinni  https://www.youtube.com/watch?v=AhsPPvF9vCU og heimsíðu Jóns – http://www.kristinsson.nl/

Dagskrárnefnd AÍ