Höfundaréttur og afstaða listafólks

Ljósmyndari: Dagur Gunnarsson 2013
Ljósmynd: Dagur Gunnarsson
Mikil umræða hefur verið á samfélagsmiðlum og víðar um höfundarétt upp á síðkastið. Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands hefur talað mjög afdráttarlaust og það hefur Baltasar Kormákur leikstjóri einnig gert. Kolbrún Halldórsdóttir forseti Bandalags íslenskra listamanna hefur hvatt listafólk innan vébanda BÍL til að vera MJÖG SÝNILEGT í umræðunni og halda uppi vörnum fyrir eigendur efnisins, listamenn sem lögum samkvæmt eiga höfundarrétt og flutningsrétt þess efnis sem um ræðir.Kolbrún hvetur listamenn „til að vera virkt á öllum spjallþráðum um málið, ekki síst til að sýna áhrifagjörnum stjórnmálamönnum að í landinu eru þúsundir listamanna sem krefjast þess að eignarréttur þeirra sé virtur og sem kalla eftir því að höfundarréttarlöggjöf í landinu verði lagfærð og flutt til nútímans, svo sem áformað er í fjórum frumvörpum á málaskrá menningarmálaráðherra.“
One Response to Höfundaréttur og afstaða listafólks
  1. Hallmar Sigurðsson
    október 13, 2015 | 15:51

    Ég hef alltaf litið svo á að sæmdarréttur listafólks væri ekki síður heilagur en eignarréttur, þ.e. réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja og ráðstafa á annan hátt og líka að meina öðrum að nota hann.

Deilið athugasemd

Arkitektafélag Íslands / Aðalstræti 2. 2.hæð / 101 Reykjavík  / +354 780 2228  / ai@ai.is / Pósthólf 590 – 121 Reykjavík
Skrifstofa Arkitektafélags Íslands er opin mánudaga til föstudaga milli kl. 9:00 og 13:00