Upptökur og glærur af árlegum umhverfismatsdegi Skipulagsstofnunar

Árlegur umhverfismatsdagur Skipulagsstofnunar var haldinn 9. júní síðastliðinn á Nauthóli.

Aðalfyrirlesari var Thomas Fischer prófessor við University of Liverpool, en hann hefur um langt árabil verið meðal leiðandi fræðimanna á sínu sviði. Í erindi sínu fjallaði Thomas um þróun umhverfismats áætlana og árangur umhverfismatsins. Einnig var fjallað um hvernig nota má samráðsferli  og umhverfismat við áætlanagerð. Fundurinn var ágætlega sóttur og auk þess fylgdust fjölmargir með streymi frá fundinum á vef Skipulagsstofnunar.

Hægt er að nálgast upptökur af fyrirlestrum og glærur hér.

umhverfismatsdagurinn

Enn hefur enginn viðrað skoðun sína á þessu málefni, þú getur hafið umræðuna?

Deilið athugasemd

Arkitektafélag Íslands / Aðalstræti 2. 2.hæð / 101 Reykjavík  / +354 780 2228  / ai@ai.is / Pósthólf 590 – 121 Reykjavík
Skrifstofa Arkitektafélags Íslands er opin mánudaga til föstudaga milli kl. 9:00 og 13:00