Gestagangur LHÍ – 2. september 2016

Föstudaginn 2. september kl.12:15 heldur Dr. Karin Bürkert fyrirlesturinn „Er opinber stuðningur tvíeggja sverð? – Menningarborgir, listamenn og athafnafólk“, í fyrirlestraröð hönnunar- og arkitektúrdeildar Listahákóla Íslands, GESTAGANGI. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal A í Þverholti 11.

Dr. Karin Bürkert er þjóðfræðingur við Tübingenháskóla í Þýskalandi. Hún mun kynna menningarmiðstöðina Wagenhalle í Stuttgart og tala um tilraunir til að varðveita eyðiland iðnaðar sem menningarvettvang. Þá mun hún einnig fjalla um mikilvægi sköpunar og stuðning við (jaðar)listir í þjónustusamfélagi okkar daga.

Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við námsbraut í þjóðfræði og safnafræði við Háskóla Íslands.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir.

 

Tverholt

(Sett á vef 31. ágúst 2016)

Enn hefur enginn viðrað skoðun sína á þessu málefni, þú getur hafið umræðuna?

Deilið athugasemd

Arkitektafélag Íslands / Aðalstræti 2. 2.hæð / 101 Reykjavík  / +354 780 2228  / ai@ai.is / Pósthólf 590 – 121 Reykjavík
Skrifstofa Arkitektafélags Íslands er opin mánudaga til föstudaga milli kl. 9:00 og 13:00