Íbúðauppbygging í Reykjavík – Málþing 14. október

 

Borgarstjórinn í Reykjavík býður til málþings og sýningar um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Dregin verður upp heildstæð mynd af framkvæmdum og framkvæmdaáformum sem eru nýlega hafnar, en einnig verður gefin innsýn í verkefni á undirbúningsstigi.

Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 14. október og hefst hann kl. 8:30, en húsið opnar kl. 8:00 með léttri morgunhressingu.

Dagskrá:

Kl. 08:00 Létt morgunhressing

Kl. 08:30 Kynning borgarstjóra: Uppbygging íbúðarhúsnæðis í Reykjavík.

Kl. 09:30 Kynning á ýmsum uppbyggingarverkefnum:

Kl. 11:00 Borgarlínan og þétting byggðar

Kl. 11:15 Húsnæðisgreining: Kynning á nýrri skýrslu Capacent

 

radhusreykjavik_dennis_gilbert

 

(Sett á vef 11. okt. 2016)

Enn hefur enginn viðrað skoðun sína á þessu málefni, þú getur hafið umræðuna?

Deilið athugasemd

Arkitektafélag Íslands / Aðalstræti 2. 2.hæð / 101 Reykjavík  / +354 780 2228  / ai@ai.is / Pósthólf 590 – 121 Reykjavík
Skrifstofa Arkitektafélags Íslands er opin mánudaga til föstudaga milli kl. 9:00 og 13:00