Álftanes – framkvæmdasamkeppni um tillögu að deiliskipulagi

Garðabær efnir til framkvæmdasamkeppni um tillögu að deiliskipulagi fyrir miðsvæði og Suðurnes á Álftanesi. Svæðið sem samkeppnin nær til er um 50 ha að flatarmáli. Innan svæðisins er land sem bæði er skilgreint undir byggð og opin svæði í aðalskipulagi.

Stefnt er að því í kjölfar samkeppninnar að deiliskipuleggja svæðið sem aðlaðandi íbúðarbyggð og útivistarsvæði í góðu samræmi við þá byggð og náttúru sem fyrir er.

Samkeppnin er framkvæmdasamkeppni í samvinnu við Arkitektafélag Íslands og skilafrestur er til 16. maí 2017. Rétt til þátttöku hafa félagar í Arkitektafélagi Íslands, Skipulagsfræðingafélagi Íslands og Félagi íslenskra landlagsarkitekta. Einnig nemendur í arkitektúr, skipulagsfræðum og landlagsarkitektúr. Skulu þátttakendur hafa rétt til skipulagsgerðar skv.gr.2.5. í skipulagsreglugerð.

Keppnislýsing er aðgengileg á vef Garðabæjar www.gardabaer.is. Aðgengi að verkefnisvef þar sem öll ítargögn er að finna er afhent af trúnaðarmanni gegn skráningu til þátttöku ai@ai.is.

Keppnislýsing Álftanes

(Birt 28. febrúar 2017)

Enn hefur enginn viðrað skoðun sína á þessu málefni, þú getur hafið umræðuna?

Deilið athugasemd

Arkitektafélag Íslands / Aðalstræti 2. 2.hæð / 101 Reykjavík  / +354 780 2228  / ai@ai.is / Pósthólf 590 – 121 Reykjavík
Skrifstofa Arkitektafélags Íslands er opin mánudaga til föstudaga milli kl. 9:00 og 13:00