Menningarverðlaun DV-Tilnefningar í arkitektúr

Menningarverðlaun DV fyrir árið 2016 verða veitt miðvikudaginn 15. mars næstkomandi klukkan 17.00 í Iðnó.

Verkin sem eru tilnefnd fyrir árið 2016 eru Fosshótel Jökulsárlón, hannað af Bjarna Snæbjörnssyni, arkikekt FAÍ; Saxhóll, viðkomu-og útsýnisstaður hannaður af Landslag; Fangelsið Hólmsheiði, hannað af Arkís; Skrifstofur og verksmiðja Alvogen, hannaðar af PKdM arkitektum og áningarstaður við Stórurð í Dyrfjöllum hannaður af Zero Impack Strategies.

Í dómnefnd sitja Aðalheiður Atladóttir, Laufey Agnarsdóttir og Þórarinn Malmquist.

Enn hefur enginn viðrað skoðun sína á þessu málefni, þú getur hafið umræðuna?

Deilið athugasemd

Arkitektafélag Íslands / Aðalstræti 2. 2.hæð / 101 Reykjavík  / +354 780 2228  / ai@ai.is / Pósthólf 590 – 121 Reykjavík
Skrifstofa Arkitektafélags Íslands er opin mánudaga til föstudaga milli kl. 9:00 og 13:00