Hópurinn Borghildur samanstendur af fimm arkitektanemum við Listaháskóla Íslands. Kvikmyndin Borgaraleg hegðun er byggð á rannsókn sem Borghildur gerði síðastliðið sumar. Borghildur skoðaði mannlíf og notkun á torgum, görðum og göturýmum í miðbæ Reykjavíkur.

Sýningin verður föstudaginn 3. desember klukkan 20:00. Örstutt kynning verður á rannsókn Borghildar áður en sýning hefst og eftir 45 mínútna sýningu verður boðið upp á léttar veigar.

  Frítt inn og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.