Borghildur býður í bíó á föstudaginn!

Hópurinn Borghildur samanstendur af fimm arkitektanemum við Listaháskóla Íslands. Kvikmyndin Borgaraleg hegðun er byggð á rannsókn sem Borghildur gerði síðastliðið sumar. Borghildur skoðaði mannlíf og notkun á torgum, görðum og göturýmum í miðbæ Reykjavíkur.

Sýningin verður föstudaginn 3. desember klukkan 20:00. Örstutt kynning verður á rannsókn Borghildar áður en sýning hefst og eftir 45 mínútna sýningu verður boðið upp á léttar veigar.

  Frítt inn og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

3 Responses to Borghildur býður í bíó á föstudaginn!
 1. Hilmar Þór
  nóvember 29, 2010 | 14:36

  Þetta er spennandi og upplífkandi.

  Það er mikilvægt að nemar LHÍ blandi sér í umræðuna og láti til sín taka í málefnum líðandi stundar.

  Spurningin er bara hvar kynningin verður og hvenær.

  Ég hef hug á að koma ef tíminn og staðurinn hentar.

  Hilmar Þór

 2. Borghildur Sturludóttir
  nóvember 29, 2010 | 15:50

  hér er slóðin á viðburðinn:
  http://www.facebook.com/event.php?eid=113143965418179
  dagsetning, staðsetning og tímasetning kemur fram þar……

  allltíboði Borghildar….:)

 3. Auður Hreiðarsdóttir
  nóvember 29, 2010 | 22:03

  Sýningin verður haldin föstudaginn 3. desember klukkan 20:00 í Bíó Paradís.

  Kveðja,
  Borghildur

Deilið athugasemd

Arkitektafélag Íslands / Aðalstræti 2. 2.hæð / 101 Reykjavík  / +354 780 2228  / ai@ai.is / Pósthólf 590 – 121 Reykjavík
Skrifstofa Arkitektafélags Íslands er opin mánudaga til föstudaga milli kl. 9:00 og 13:00