Félagsaðild

Með aðild að Arkitektafélagi Íslands tekur félagsmaður þátt í markvissri uppbyggingu fagsins hérlendis.

Til að gerast fullgildur félagsmaður Arkitektafélags Íslands þarf umsækjandi að hafa lokið námi í arkitektúr sem félagið viðurkennir. Nemar með aðild gerast sjálfkrafa fullgildir félagsmenn að námi loknu þegar staðfesting frá skóla liggur fyrir og hefur verið samþykkt á stjórnarfundi.

Arkitektar geta valið að vera með beina aðild að félaginu eða gerast félagar að AÍ í gegnum BHM. Allir nýir félagar verða að senda inntökubeiðni  til félagsins hvort sem um er að ræða beina aðild að félaginu eða aðild í gegnum BHM.

Arkitektafélag Íslands / Aðalstræti 2. 2.hæð / 101 Reykjavík  / +354 780 2228  / ai@ai.is / Pósthólf 590 – 121 Reykjavík
Skrifstofa Arkitektafélags Íslands er opin mánudaga til föstudaga milli kl. 9:00 og 13:00