Styrkveitingar 2011

Minningarsjóður Guðjóns Samúelssonar 2011

Styrkur var veittur úr sjóðnum í níunda sinn 6. maí 2011, sautján umsóknir bárust.  Að þessu sinni var ákveðið að veita eftirfarandi styrki:

Guja Dögg Hauksdóttir, arkitekt FAÍ fær 500.000 kr. styrk til rannsóknarvinnu og skrif um ævi og verk Högnu Sigurðardóttur arkitekts.

Pétur H. Ármannsson, arkitekt FAÍ fær 500.000 kr. styrk til undirbúnings og útgáfu yfirlitsrits um ævi og verk Gunnlaugs Halldórssonar arkitekts.

Sögumiðlun, Ólafur J. Engilbertsson fær 400.000 kr. styrk til heimildavinnu, söguritunar, ljósmyndatöku og útgáfu bókar um Þóri Baldvinsson arkitekt.

 

Arkitektafélag Íslands / Aðalstræti 2. 2.hæð / 101 Reykjavík  / +354 780 2228  / ai@ai.is / Pósthólf 590 – 121 Reykjavík
Skrifstofa Arkitektafélags Íslands er opin mánudaga til föstudaga milli kl. 9:00 og 13:00