Stjórn Arkitektafélags Íslands setti fram hugmynd í menntastefnu Reykjavíkurborgar um að auka læsi á hið manngerða umhverfi. Hugmyndin er sett fram í seinni hluta samráðs um menntastefnuna en þar var leitað eftir hugmyndum um hvernig framfylgja megi þeim fimm meginþáttum sem komu út úr fyrri hluta samráðsins í vor en þeir eru: félagsfærni, sjálfsefling, læsi, sköpun og heilbrigði í stefnumótuninni.

Endilega skoðið og setjið fram rök með hugmyndinni.