Viljum vekja athygli félagsmanna á því að Endurmenntun HÍ heldur námskeið í október um gerð eignaskiptayfirlýsinga. Náminu lýkur með prófi sem veitir réttindi til að gera eignaskiptayfirlýsingar.

Samkvæmt lögum nr. 26/1994 um fjöleignarhús mega þeir einir taka að sér að gera eignaskiptayfirlýsingar sem fengið hafa til þess sérstakt leyfi velferðarráðherra. Prófnefnd eignaskiptayfirlýsinga sér um að halda námskeið og próf í gerð eignaskiptayfirlýsinga í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands. Námskeið og próf er haldið samkvæmt lögum nr. 26/1994 og reglugerð nr. 233/1996 um leyfi til að gera eignaskiptayfirlýsingar.
Námskeiðið er samtals 42 kennslustundir og er m.a. farið yfir lög um fjöleignarhús, reglur um skráningu mannvirkja og útreikning hlutfallstalna.

Ekki eru gerðar sérstakar forkröfur (t.d. um menntun) til þátttakenda á námskeiðinu.

Próf: Mán. 29. og þri. 30. jan. kl. 13:00 – 18:00.

Próftaki verður að ná lágmarkseinkunn 5 í hverjum hluta fyrir sig en þó samtals 7 í meðaleinkunn úr öllum hlutunum fjórum.
Fyrirvari er gerður um næga þátttöku.
Nauðsynlegt er að nemendur mæti með eigin fartölvu.

Skráning og frekari upplýsingar