Látinn er í Reykjavík Haraldur V. Haraldsson, arkitekt (f. 03.08. 1932).

Haraldur nam arkitektúr við TH Stuttgart (nú Universität) og tók lokapróf þaðan 1963.

Hann starfaði í Stokkhólmi, Reykjavík, Stuttgart, Nϋrnberg,  Akureyri og Hvammstanga að ýmsum verkefnum. Hann vann að ýmsum stórum skipulagsverkefnum, s.s. barnasjúkrahúsi í Riad, Saudi-Arabíu -með Löser & Partner í Nϋrnberg. Hann er höfundur Áskirkju í Reykjavík -ásamt bræðrunum Helga og Vilhjálmi Hjálmarssonum.

Haraldur var forstöðumaður tæknideildar Húsnæðismálastofnunar ríkisins 1974-7. Hann glímdi við erfið veikindi hin síðustu ár.

Haraldur var félagsmaður í AÍ frá 1965 til 1994. Hann sat í tímaritsnefnd, samkeppnisnefnd og skemmtinefnd fyrir félagið.

Útför Haraldar fer fram í Áskirkju þann 7. febrúar Kl. 13.