Vinsamlega athugið að í ljósi aðstæðna vegna Covid-19 þá hefur verið ákveðið að framlengja skilafrestinum í samkeppninni til  25. október 2020  kl. 24:00.

Reykjavíkurborg í samstarfi við Arkitektafélag Íslands efnir til opinnar hönnunar- og framkvæmdasamkeppni um nýjan miðborgarleikskóla og fjölskyldumiðstöð á suðvesturhluta reits sem afmarkast af Grettisgötu, Njálsgötu, Rauðarárstíg og Snorrabraut, þar sem Njálsgöturóló hefur verið um árabil.

Keppendur þurfa að skrá sig inn á útboðsvef Reykjavíkurborgar til þátttöku. Fyrirspurnir og svör verða einnig sett inn á vefsíðu samkeppninnar. Þátttakendum er bent á  að til að tryggja að allar upplýsingar varðandi samkeppnina berist þeim er mikilvægt að skrá sig inn á útboðsvefinn https://utbod.reykjavik.is/

Fyrirspurnir og svör við þeim verða aðgengilegar á útboðsvefnum sem og heimasíðu samkeppninnar. Fyrirspurnarfrestir eru tveir. Í fyrra fresti skal skila fyrirspurnum 4. ágúst, kl. 24:00 og í síðara fresti skal skila fyrirspurnum 4. september, kl. 24:00.

Stefnt er að því að svör við fyrirspurnum muni liggja fyrir innan 10 daga í hvort skipti.

Tillögum skal skilað fyrir kl. 24:00 25. október 2020.

Keppnislýsing miðborgarleikskóli

Upplýsingar á vef Reykjavíkurborgar