Umhverfisnefnd Alþingis hefur sent Arkitektafélagi Íslands  til umsagnar frumvörp til skipulagslaga og laga um mannvirki og brunavarnir. Umsagnir skulu berast nefndarsviði Alþingis fyrir 26. mars 2010.

Arkitektar eru hvattir til að kynna sér lögin og koma athugasemdum á framfæri til laganefndar AÍ, thorkell@kanon.is.

Frv. til skipulagslaga, 425. mál
Hægt er að hala niður tillögunni hér

Frv. til laga um mannvirki, 426. mál
Hægt er að hala niður tillögunni hér

Frv. til laga um brunavarnir (Byggingarstofnun), 427. mál
Hægt er að hala niður tillögunni hér

Umhverfisráðherra hefur skipað nefnd um endurskoðun byggingarreglugerðar með hliðsjóna af nýju frumvarpi til laga um mannvirki. Nefndina skipa þau Björn Karlsson, brunamálastjóri, Ólöf Örvarsdóttir, skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar og Björn Guðbrandsson, arkitekt. Starfsmenn nefndarinnar eru Hafsteinn Pálsson og Steinunn Fjóla Sigurðardóttir, umhverfisráðuneyti.