Kepp­end­ur hafa skilað sam­keppn­istil­lög­um um viðbygg­ingu við Stjórn­ar­ráðshúsið og skipu­lag á Stjórn­ar­ráðsreit en frestur til að sækja um rann út í lok september. Alls bár­ust 30 til­lög­ur í fram­kvæmda­sam­keppni vegna viðbygg­ing­ar við Stjórn­r­ráðshúsið og átta til­lög­ur í hug­mynda­sam­keppni vegna skipu­lags Stjórn­ar­ráðsreits. Þessi sam­keppni á veg­um for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins var aug­lýst í byrj­un apríl 2018. Ann­ars veg­ar er um að ræða fram­kvæmda­sam­keppni um 1.200 fer­metra viðbygg­ingu við Stjórn­ar­ráðshúsið við Lækj­ar­torg og hins veg­ar hug­mynda­sam­keppni um skipu­lag svo­kallaðs Stjórn­ar­ráðsreits, sem mark­ast af Ing­ólfs­stræti, Skúla­götu, Klapp­ar­stíg og Lind­ar­götu. Úrslit samkeppninnar verða tilkynnt 3. desember næstkomandi.