Geirharður Þorsteinsson arkitekt og félagsmaður okkur verður jarðsunginn í dag, 16. maí, frá Neskirkju í Reykjavík. Geirharður var virkur félagi í AÍ,  formaður þess árin 1980-1981 og sat í mörgum nefndum innan félagsins í fjölda ára.

Geirharður Jakob Þorsteinsson fæddist á Siglufirði 14. desember 1934. Hann lést á Dvalar-og hjúkrunarheimilinu Grund 4. maí síðstliðinn. Geirharður nam arkitektúr við Technische Hochschule í München í Þýskalandi árin 1957-62 og bætti við sig námi í skipulagsskóla Nordplan í Stokkhólmi 1978. Hann starfði sem arkitekt alla tíð. Áður en hann hóf nám í arkitektúr stundaði hann nám í vélaverkfræði við Technische Hochschule. Geirharður rak teiknistofu ásamt Hrjóbjarti Hrjóbjartssyni, Vinnustofu arkitekta, í Reykjavík á árunum 1967-83 og rak síðan sína eigin stofu árin 1983-91. Frá ársbyrjun 1992 starfði hann hjá Skipulagi ríkisins. Geirharður vann að hönnun bygginga og skipulags og kom að mótun borgarsamfélags. Hann vann við undirbúning og hönnun Breiðholtshverfa, og síðar við skipulagshönnun efra Breiðholts, Fella- og Hólahverfis og Hjallahverfis. Geirharður hannaði Verkmenntaskólann á Akureyri og skólabyggingar og heilsugæslustöðvar víða um land.

Eiginkona Geirharðs er Guðný Jónína Helgadóttir, leikari og kennari, f. 10. desember 1938. Geirharður og Guðný áttu saman fjögur börn en þau eru Þorsteinn Geirharðsson, arkitekt og iðnhönnuður,  Helgi Geirharðsson, véla- og iðnaðarverkfræðingur, Kormákur Geirharðsson, kaupmaður og Halldóra Geirharðsdóttir, leikari.

Arkitektafélag Íslands vill þakka Geirharði fyrir vel unnið og óeigingjarnt starf í þágu félagsins.