Nordisk lyspris 2014

 

(23.apríl – aðsent)

Norrænu lýsingarverðlaunin eða „Nordisk Lyspris“ eru veitt annað hvert ár og nú er komið að verðlaunaári. Mynd hér að ofan er af Matildelund leikskólanum sem vann árið 2012.

Ljóstæknifélag Íslands á fulltrúa í dómnefnd fyrir þessi verðlaun og óskar hér með eftir innsendum tillögum til þátttöku í samkeppni um Norrænu lýsingarverðlaunin 2014.

Tillögum skal skilað inn til lfi@ljosfelag.is á PDF formi (A4, ekki meira en 10 síður alls) þar sem sýndar eru myndir af verkinu ásamt upplýsingum um lýsingarhönnuð/i/arkitekt, eiganda/verkkaupa og verktaka. Einnig skal fylgja texti um hugmyndafræði að baki lýsingarhönnun og útskýringar á hönnunarlausnum. Við vekjum athygli á framlengdum skilafresti og því er Skilafrestur til 05.05.