Vegna boðaðs aðalfundar félagsins sem haldinn verður í Iðnó 26. febrúar 2014 og hefst klukkan 16,00 Handaupprétting! er rétt að árétta að tillögur um lagabreytingar og framboð til starfa í stjórn og nefndum þarf að upplýsa með tveggja vikna fyrirvara. Þeir sem hafa hug á gefa kost á sér til starfa í stjórn og nefndum eru beðnir um að gera skrifstofu AÍ viðvart með eðlilegum fyrirvara svo hægt verði að birta nöfnin á heimasíðu félagsins og senda félögum upplýsingarnar í fréttabréfi í seinasta lagi 12. febrúar. Það sama gildir um tillögur að lagabreytingum.