Hverfisgata

(26. mars 2015 – VIÐURKENNINGAR)

Þau hjónin Margrét Harðardóttir og Steve Christer hjá Studíó Granda hlutu Menningarverðlaun DV í arkitektúr 2014 þegar þau voru veitt þriðjudaginn 24. mars sl. í Iðnó. 45 verkefni, hópar og einstaklingar voru tilnefndir til verðlaunanna í ár í níu flokkum; kvikmyndum, leiklist, dansi, tónlist, myndlist, arkitektúr, hönnun, bókmenntum og fræðum. Í dómnefnd fyrir flokkinn arkitektúr voru arkitektarnir Hildur Gunnlaugsdóttir (formaður dómnefndar), Bjarki Gunnar Halldórsson og Sigurður Hallgrímsson. Önnur verk tilnefnd í flokknum voru Akratorg sem Landmótun og lýsingarteymi Verkís stóðu á bakvið, hús í Árborg eftir Pálmar Kristinsson og PK arkitekta, rannsóknarverkefnið Hæg breytileg átt sem nokkrir hópar stóðu að og Hönnunarsjóður Auróru styrkti og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ eftir arkitektana Aðalheiði Atladóttur og Falk Krüger hjá A2f arkitektum.

Nánar um tilnefningarnar

Sjá nánar á vef Hönnunarmiðstöðvar