Að auka vellíðan

Ingrid Kuhlman fjallar um hvernig má auka vellíðan með jákvæðri sálfræði í streymi á streymisveitu Bandalags háskólamanna mánudaginn 23. mars kl. 10:00.

Hvað hafa rannsóknir á velferð einstaklinga leitt í ljós og hvernig hægt er að mæla velferð?

Skoðaðar verða hamingjuaukandi leiðir sem eru byggðar á rannsóknum á því hvað eykur vellíðan og hamingju. Einnig verður farið í mikilvægi þess að þekkja og efla styrkleika sína en með því aukum við líkurnar á að við blómstrum og getum lifað okkar besta lífi.

Ingrid mun flytja fyrirlesturinn á streymisveitu BHM á netinu mánudaginn 23. mars kl. 10.00.

Fyrirlesturinn verður aðgengilegur í þrjá daga, eða til kl. 13:00 fimmtudaginn 26. mars á þessum hlekk .

Ingrid Kuhlman er þjálfari, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. Hún er með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) og hefur skrifað ótal greinar í erlend og íslensk tímarit, m.a. um sjálfstraust, samskipti, tímastjórnun, jákvæða sálfræði, markmiðasetningu, seiglu, hamingju og streitu.