Námskeið fyrir félagsmenn í BHM.

BHM hefur á undanförnum misserum verið bakhjarl í samstarfsverkefni sem nýtur stuðnings styrkjaáætlunar Erasmus+. Markmið þess er að þróa verkfæri eða aðstöðu til að gera fólki kleift að undirbúa og njóta sem best áranna eftir fimmtugt. Hluti af verkefninu er þróun námskeiðs sem ætlað er aldurshópnum 50+ og verður haldið nú í janúar og febrúar (samtals þrjú skipti).

Námskeiðinu er ætlað að styðja þá sem finna hjá sér þörf eða löngun til að vega og meta styrkleika sína og langanir, með það fyrir augum að þátttakendur skoði markmið sín og íhugi næstu skref. 

 Tímasetning:

  • Þriðjudagur 23. janúar   13:00 – 16:00
  • Þriðjudagur 30. janúar 13:00 – 16:00
  • Þriðjudagur 6. febrúar 13:00 – 16:00

Staðsetning:

Salur VR, Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7

Kennarar:

  • Jón Björnsson, sálfræðingur 
  • Ragnildur Vigfúsdóttir, markþjálfi
  • Linda Dröfn Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá EVRIS foundation/þjálfari

Fjöldi þátttakenda á námskeiðinu er takmarkaður en BHM fær að ráðstafa nokkrum plássum. Áhugasamir félagsmenn BHM eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á bhm@bhm.is þar sem fram komi fullt nafn, kennitala, símanúmer og aðildarfélag. Athugið að námskeiðið er á þróunarstigi og því munu þátttakendur mögulega geta haft áhrif á innihald þess og áherslur.