Boðað er til aðalfundar Arkitektafélags Íslands 29. febrúar 2016 í Iðnó 2. hæð kl. 16.00 – 18.00.
Dagskrá samkvæmt lögum félagsins (sjá 8. gr.)
Breytingartillögur við samkeppnisreglur Arkitektafélags Íslands:
Núv. 13. gr. Kynning tillagna
Að dómi loknum, skal halda opinbera sýningu á öllum keppnistillögum, ásamt dómnefndaráliti. Sýningin skal standa í minnst eina viku. Útbjóðanda er heimilt að kynna samkeppnistillögur á veraldarvefnum, sem og í öðrum miðlum, áður og eftir að dómnefnd hefur lokið störfum.
Breytt 13. gr. Kynning tillagna
Að dómi loknum, skal halda opinbera sýningu á öllum keppnistillögum, ásamt dómnefndaráliti. Sýningin skal standa í minnst eina viku. Útbjóðanda er heimilt að kynna samkeppnistillögur á veraldarvefnum, sem og í öðrum miðlum, áður og eftir að dómnefnd hefur lokið störfum.
– Útbjóðandi skal fella saman öll rafræn gögn um keppnina á viðurkennt vistunarform og afhenda AÍ til vistunar og birtingar.
Núv. 14. gr. Útgáfa
Útbjóðandi skal að lokinni samkeppni gefa út dómnefndarálit og yfirlit um a.m.k. verðlaunaðar tillögur ( aðal og aukaverðlaun ) og tillögur sem hlotið hafa viðurkenninguna sem athyglisverðar tillögur, en í boðskeppni allar tillögur. Þar skal höfunda, samstarfsmanna og ráðgjafa getið. AÍ skal hafa fullan aðgang að öllum tillögum og útgáfugögnum samkeppna til frekari birtinga á niðurstöðum.
Breytt 14. gr. Útgáfa og höfundaréttur
Útbjóðandi skal að lokinni samkeppni gefa út dómnefndarálit og yfirlit um a.m.k. verðlaunaðar tillögur ( aðal og aukaverðlaun ) og tillögur sem hlotið hafa viðurkenninguna sem athyglisverðar tillögur, en í boðskeppni allar tillögur. Þar skal höfunda, samstarfsmanna og ráðgjafa getið.
AÍ skal skv. ákvæðum skv. 13. gr. hafa fullan aðgang að öllum tillögum og útgáfugögnum samkeppna til frekari birtinga á niðurstöðum.
– AÍ skal birta allar tillögur samkeppni sbr. gögn frá útbjóðanda á heimasíðu AÍ
– Birtingar tillagna samkeppna á heimasíðu AÍ eru háðar því skilyrði að verkin verði ekki birt annarsstaðar, eintök af þeim gerð, eintökum af þeim dreift eða þau nýtt með öðrum hætti, nema með samþykki höfundar enda njóta samkeppnistillögur í samkeppnum AÍ verndar samkvæmt höfundalögum nr. 73/1972.
Félagar eru hvattir til að mæta.
Stjórn Arkitektafélags Íslands
15. febrúar 2016