Aðalfundur Arkitektafélags Íslands verður haldinn í Iðnó miðvikudaginn 20. febrúar 2019 kl. 16:30-18:30.
Dagskrá aðalfundar:
- Skýrslur stjórnar og nefnda.
- Endurskoðaðir reikningar félagsins, ávöxtun sjóða, rekstraráætlun og árgjald.
- Kosningar í stjórn, ráð og nefndir skv 12. og 15. gr. félagslaga.
- Önnur mál.
Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa allir viðstaddir fullgildir félagsmenn sbr. þó 23. gr. laga AÍ.
Framboð í stjórn og nefndir 2019 hafa borist félaginu.
Félagar eru hvattir til að mæta.
Stjórn Arkitektafélags Íslands,
5. febrúar 2019.