Aðalfundur Arkitektafélags Íslands verður haldinn í Iðnó miðvikudaginn 21. febrúar 2018, kl. 16:30 – 18:30. Stjórn félagsins lýsir eftir framboðum til trúnaðarstarfa sem kjósa skal um á fundinum. Til fundarins verður svo boðað með dagskrá í síðasta lagi 7. febrúar. Þá verður tilkynnt um framboð til trúnaðarstarfa og tillögur um lagabreytingar en hvort tveggja þarf að hafa borist stjórn fyrir 6. febrúar en hægt er að senda tilkynningar um framboð eða tillögur um lagabreytingar á ai@ai.is og gerdur@ai.is eða senda til Arkitektafélagsins, Aðalstræti 2, 101 Reykjavík.

Kjósa skal í eftirtalin trúnaðarstörf á aðalfundi AÍ.

 • Stjórn
 • Skoðunarmenn
 • Markaðsnefnd
 • Samkeppnisnefnd
 • Laganefnd
 • Menntamálanefnd
 • Kjaranefnd
 • Dagskrárnefnd
 • Orðanefnd
 • Siðanefnd
 • Stjórn Minningarsjóðs Guðjóns Samúelssonar

 

Reikningar félagsins fyrir almanaksárið 2017 verða tilbúnir fyrir mánaðarmót janúar og febrúar og munu liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með 14. febrúar eins og lög félagsins gera ráð fyrir.