Aðalfundur BHM var haldinn í gær, þriðjudaginn 8.maí. Framkvæmdastjóri AÍ, Gerður Jónsdóttir, og formaður AÍ, Helgi Steinar Helgason voru fulltrúar AÍ á fundinum. Alls var kjörið í 21 embætti og var Micheal Dal, formaður Félags háskólakennara, kosinn nýr varformaður bandalagsins.

Fyrir fundinum lá tillaga frá uppstillingarnefnd BHM . Nefndin stillti upp fjórum einstaklingum í stjórn BHM en aðeins tvö sæti voru laus og því þurfti að kjósa. Í Kjara- og réttindanefnd BHM stillti uppstillingarnefnd upp þremur einstaklingum í tvö sæti og þurfti því einnig að kjósa þar. Þá stillti nefndin upp fimm einstaklingum í stjórn Starfsmenntunarsjóðs BHM en aðeins tvö sæti voru laus og var því kosið. Aðrir sem nefndir voru í tillögu uppstillingarnefndar voru sjálfkjörnir. Engin framboð komu fram á fundinum sjálfum.

Samtals sátu aðalfundinn 134 fulltrúar frá 24 aðildarfélögum BHM en rétt til setu á fundinum áttu 169 fulltrúar frá öllum 27 aðildarfélögum bandalagsins.

Frekari upplýsingar um fundinn