AÍ og SAMARK sendu fimmtudaginn 15. október sl. bæjarstjóra Reykjanesbæjar bréf þar sem félögin gera alvarlegar athugasemdir við útboð nr. 20200901 um nýtt hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ. Afrit af bréfinu fengu heilbrigðisráðuneytið, þar sem hjúkrunarheimili eru í rekstra ráðuneytisins, og mennta-og menningarmálaráðuneytið, þar sem litið er fram hjá Menningarstefnu í mannvirkjagerð, sem er stefna íslenskra stjórnvalda í byggingarlist í útboðinu. Skrifstofa bæjarstjóra Reykjanesbæjar skoðar nú málið. Við munum halda félagsmönnum upplýstum um gang mála.
Athugasemdir AÍ og SAMARKS vegna útboðs um nýtt hjúkrunarheimili á Reykjanesi