Reitir og Reykjavíkurborg í samstarfi við Arkitektafélag Íslands efndu til lokaðrar hugmyndasamkeppni í janúar 2019. Þremur stofum var boðin þátttaka, ALARK, Trípólí og YRKI.

Verðlaunaafhending fór fram í gær, miðvikudaginn 15. maí, og var niðurstaða dómnefndar að velja tillögu ALARK arkitekta, ,,E2, örvað orkustig“ sem vinningstillögu.

Tillögurnar og álit dómnefndar má sjá hér.

Tillögurnar verða síðan til sýnis í húsnæði Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, næstu daga. Rýnifundur vegna samkeppninnar verður haldinn mánudaginn 20. maí kl. 12.00. Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta!