Alls bárust 32 tillögur í hönnunarsamkeppnina um hjúkrunarheimili á Húsavík sem Framkvæmdasýsla ríkisins f.h. heilbrigðisráðuneytisins og Sveitarfélagsins Norðurþings stóðu fyrir. Skilafrestur tillagna var 6. mars sl. en dómnefnd vinnur nú að því að yfirfara allar þessar tillögur. Stefnt er að því að þeirri vinnu lýkur 19.maí og þá um leið mun liggja fyrir hvaða tillögur hljóta þrjú efstu sætin.