Egill Már Guðmundsson arkitekt er látinn 67 ára að aldri. Egill tók virkan þátt í félagsstörfum Arkitektafélags Íslands. Hann var í stjórn og nefndum og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Egill nam arkitektúr við Arkitektaháskólann í Osló og lauk þaðan prófi 1978. Hann starfaði meðal annars hjá Húsnæðismálastofnun ríkisins, Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar og rak eigin teiknistofu. Árin 1986 til 1997 rak hann teiknistofu ásamt Þórarni Þórarinssyni arkitekt. Egill starfaði á arkitektastofunni Arkís arkitektar sem hann stofnaði ásamt fleirum árið 1997. Egill hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og verðlaun í samkeppnum. Arkitektafélag Íslands vill þakka Agli fyrir vel unnið og óeigingjarnt starf í þágu félagsins.
Egill verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 25. október kl. 13.00.