Guðrún Jónsdóttir

Guðrún Ólafía Jóns­dótt­ir arki­tekt lést á Land­spít­al­an­um við Hring­braut 2. sept­em­ber sl., 81 árs að aldri. Guðrún fædd­ist 20. mars 1935 á Blönduósi, dótt­ir hjón­anna Huldu Á. Stef­áns­dótt­ur (1897-1989) skóla­stjóra og Jóns. S. Pálma­son­ar (1886-1976) bónda á Þing­eyr­um í A-Hún.

Guðrún lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík 1955 og námi í arki­tekt­úr frá Kon­ung­legu aka­demí­unni í Kaup­manna­höfn 1963. Eft­ir út­skrift vann hún á teikni­stofu pró­fess­ors Viggo Möller Jen­sen og Tyge Arn­fred til 1966. Eft­ir að hafa flust bú­ferl­um til Íslands, rak Guðrún teikni­stof­una Höfða ásamt Stefáni Jóns­syni og Knúti Jepp­esen til 1979. Hún var for­stöðumaður Þró­un­ar­stofn­un­ar Reykja­vík­ur, síðar Borg­ar­skipu­lags Reykja­vík­ur 1980-1984. Frá 1984 rak hún TGJ Teikni­stofu Guðrún­ar Jóns­dótt­ur allt til dauðadags.

Guðrún sat í stjórn Arki­tekta­fé­lags Íslands 1969-1973 og var formaður 1970-1972, hún var formaður Torfu­sam­tak­anna 1972-1979, sat í ráðgjafa­nefnd um menn­ing­ar­mál á veg­um Nor­rænu ráðherra­nefnd­ar­inn­ar 1972-1984, í fram­kvæmda­stjórn Lista­hátíðar 1974-1976, í Skipu­lags­stjórn rík­is­ins 1985-1990, í Nátt­úru­vernd­ar­ráði 1993-1996 og í fag­hópi vegna Ramm­a­áætl­un­ar 1999-2003. Hún var vara­borg­ar­full­trúi Nýs vett­vangs 1990-1994 og Reykja­vík­urlista 1994-2002, sat í skipu­lags­nefnd Reykja­vík­ur 1990-1998, var formaður menn­ing­ar­mála­nefnd­ar Reykja­vík­ur 1994-2002, formaður bygg­ing­ar­nefnd­ar Lista­safns Reykja­vík­ur í Hafn­ar­húsi og formaður stjórn­ar Búmanna hsf. frá 1998-2015. Þá var hún virk­ur fé­lagi í Zonta-klúbbi Reykja­vík­ur frá 1971 til dauðadags og sinnti ýms­um trúnaðar­störf­um fyr­ir Zonta-regl­una bæði hér heima og á er­lendri grundu. Guðrún var kjör­in heiðurs­fé­lagi Arki­tekta­fé­lags Íslands 2015.

Guðrún var þrígift, fyrst Ómari Árna­syni trygg­inga­stærðfræðingi, þá Knúti Jepp­esen arki­tekt og síðast Páli Lín­dal, fv. borg­ar­lög­manni og ráðuneyt­is­stjóra, sem lést 1992. Guðrún átti fjög­ur börn, Huldu Sig­ríði, Önnu Sölku, Stefán Jón og Pál Jakob, og fríðan hóp barna­barna og barna­barna­barna.

Útför Guðrún­ar fer fram í Dóm­kirkj­unni 16. sept­em­ber nk. og hefst kl. 13.

 

(Sett á vef 5. sept. 2016)